Nægt er plássið ef fólk vill leggja saman í sjóð fyrir húsinu með níu svefnherbergjum og fimmtán baðherbergjum ásamt því að vera með vínkjallara fyrir 500 flöskur. Ef fólki leiðist er að sjálfsögðu sundlaug, vindlaherbergi og eigin púttgrín.
Rúsínan í pylsuendanum er svo lyftingarsalur og eigin körfuboltavöllur í fullri stærð þar sem Jordan, Pippen og Rodman æfðu oft saman á á gullaldartímum Bulls.