Börnunum næstum því rænt: "Erfiðasta sem ég hef lent í“ Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2013 13:30 Elfa Þorsteinsdóttir skrifaði grein á Facebook fyrir nokkrum dögum sem hefur fengið töluvert meiri athygli en hún átti von á. Í greininni fjallar hún um atvik sem átti sér stað fyrir ári síðan á suður Spáni, þegar ókunnugt fólk sigldi næstum því á brott með tvö börn hennar. Sagt var frá greininni á Pressunni. Börn Elfu voru að skoða báta og snekkjur á bryggju í Puerto Banus í Marbella þegar syni Elfu var boðið um borð í bát við enda bryggjunnar og hjálpað um borð. Systir hans elti hann upp í bátinn. Um leið og þau fóru um borð var báturinn settur í gang. Elfa og maður hennar biðu á hinum enda bryggjunnar. „Hún er rosalega klár stelpan sem ég á og mér finnst ég búin að brýna mikið fyrir börnunum að passa sig. Þarna voru aðstæður þó svo saklausar. Við erum þarna og þau sjá okkur. Við bjuggum þarna á tímabili og höfum oft komið þarna áður,“ segir Elfa í samtali við Vísi. Þegar báturinn var settur í gang hlupu Elfa og maður hennar að enda bryggjunnar og náðu í börnin. Sem betur fer var báturinn ekki komin í gang að fullu þegar þau komu að bátnum. Það fyrsta sem heyrist frá þeim í bátnum voru: „Við ætluðum ekki að að stela þeim.“ „Við sáum um leið að þetta var mjög subbulegt fólk og öðruvísi en er þarna yfirleitt,“ segir Elfa. „Þetta var það erfiðasta sem ég hef lent í sem foreldri. Maður sér þetta kannski í bíómyndum en að lenda í þessu sjálf er mjög óraunverulegt. Ég horfi öðruvísi á lífið eftir að hafa lent í þessu. Ég hef alltaf passað krakkana mjög vel en er það miklu meira núna. Ég er miklu meira vakandi. Það er svo mikið frjálsræði á Íslandi að þetta er mjög langt frá Íslendingum. Þeir þekkja svona mál ekki.“ „Áfallið kemur eftir á og það er búið að taka mig allan þennan tíma að tjá mig um þetta. Það var erfitt að opna sig um þetta en ég er fegin að hafa gert það. Það eru ákveðin kaflaskil að koma hlutunum í orð. Það sem ég upplifi fyrst og fremst er þakklæti fyrir allt sem ég hef núna. Mér finnst við hafa fengið annan séns á að eyða lífinu saman.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.Hér fyrir neðan er grein Elfu Þorsteinsdóttur.ALDREI SLEPPA HENDINNI AF BÖRNUNUM YKKAR Í ÚTLÖNDUM! Ég skrifa þetta til ykkar allra Facebook vina minna, sem eigið börn og farið einhverntíma með þau erlendis. Í dag er ár síðan litlu munaði að ég missti bæði börnin mín. Ég hef átt mjög erfitt með að ræða um þennan atburð, nema við örfáa og hann hefur haft mikil áhrif á líf okkar fjölskyldunnar. Mér finnst samt einhvernvegin skylda mín að segja sögu okkar, þar sem hvert ykkar sem eigið börn og ferðist með þau erlendis, getið lent í því sama, kannski án þess að vera eins heppin og við vorum þennan dag í fyrra, 1. nóvember 2012. Að skrifa um þetta er kannski líka ákveðið uppgjör fyrir mig persónulega, þar sem hef átt erfiðast með að sleppa takinu á tilfinningunum sem þessum degi fylgja og það er alltaf stutt í að þær blossi upp þegar umfjöllun um svipuð mál nær hámarki í fjölmiðlum, eins og verið hefur núna undanfarið. Við vorum stödd í fríi á suður Spáni, þar sem við áttum dýrmæta daga með ömmu og afa. Þennan dag fórum við niður á Puerto Banus höfnina í Marbella, þar sem við höfum margsinnis áður komið, enda bjuggum við þarna um tíma ekki langt frá, þegar Alexandra var yngri. Það er svo gaman að labba þarna um og skoða alla flottu bílana og snekkjurnar og detta inn í draumaheiminn um að eignast jafnvel eina slíka einhvern daginn. Við vorum búin að vera þarna í örugglega 2-3 klukkutíma, bara að sýna okkur og sjá aðra eins og maður segir. Það var farið að líða á daginn og við vorum tilbúin að fara að halda heim á leið. Það var búið að labba niður hverja bryggjuna á fætur annari og Anthony vildi endilega fá að labba þessa síðustu líka, áður en við færum aftur að hitta ömmu og afa. Við Kristján vorum varla að nenna meira bryggjulabbi og það var því úr að við settumst við endan á bryggjunni og Alexandra fór með bróður sínum út bryggjuna á meðan við sátum og horfðum á þau. Það sást engin maður á þessari bryggju og bátarnir virtust mannlausir. Ég áætla að hver bryggja sé um 80-100 metrar eða svo á lengd? Þau eru komin við endan og við hjónin erum bara þarna í rólegheitum á hinum endanum að bíða eftir þeim, þegar Kristján sér að Anthony er komin um borð í bát sem var við hin endan á bryggjunni. Við stöndum strax upp og byrjum að ganga hröðum skrefum í átt til þeirra. Okkur til en frekari skelfingar sjáum við Alexöndru fara um borð líka! Við förum að kalla til þeirra og sjáum svo að það er verið að starta vélinni í bátnum og reykur stígur upp frá honum. Þarna erum við farin að hlaupa, hver einasti vöðvi er orðin spenntur og ég get ekki lýst þeirri líðan sem fer um mann á svona stundu. Við komum að bátnum áður en hann komst í gang, þar sem vélin stóð svo á sér og vil ég meina að okkar verndarar hafi séð til þess að hún datt ekki strax í gang á þessum sekúndum. Þegar við komum að bátnum, sjáum við þar mjög svo ólíkt fólk, miðað við það fína fólk sem er oftast að finna í hinum bátunum við þessa höfn. Fyrsta sem maðurinn segir við okkur er: “við ætluðum ekki að stela þeim”! Þarna vorum við heppin að geta talað tungumál sem fáir skilja. Við gerðum okkur bæði upp bros og rólegheitartón og sögðum við börnin að “drullast strax út úr bátnum, …eins og skot”! Það voru einhver ósjálfráð viðbrögð að þykjast vera pollróleg, til að ná börnum til baka, án þess að það yrði sýn. Við báðum fólkið meira að segja “afsökunnar” á að börnin væru að “trufla” þau! Börnin komust frá borði og þá fyrst kom sjokkið. Við helltum okkur yfir börnin, hvað þau hefðu verið að spá! Alexandra hefði átt að vita betur, orðin þetta gömul og vera búin að vera svona mikið erlendis. Ég get ekki haft eftir þau orð sem ég lét út úr mér við dóttir mína á þessari stundu.En þau voru lýsingar á því hvað hefði getað verið gert við hana og í hvernig aðstæðum hún hefði verið, ef báturinn hefði farið strax í gang og þeim tekist að komast með þau frá landi. Þið getið víst alveg ímyndað ykkur hvað það hefur verið “falleg” lýsing hjá mér, sturluð af hræðslu yfir því hversu litlu munaði að börnin væru numin á brott nokkrum mínútum áður. Alexandra gleymir þessum orðum örugglega aldrei, enda mamma hennar ekki vön að tala svona ljótt! Kristján fór til baka og ætlaði að tilkynna fólkið, en bátinn var þá að sjálfsögðu hvergi að finna. Næstu dagar voru litaðir af áfallinu sem kemur eftir á, eftir svona atburð. Öllum hlutunum sem maður púslar saman í huganum og hverning maður áttar sig betur og betur á alvarleikanum sem var þarna á ferð og hversu litlu munaði. Alexöndru leið sérstaklega illa yfir að hafa sett bróður sinn og þau í þessar aðstæður og átta sig ekki á hættunni fyrr. Þessi bráðgreinda stelpa sem ég á, mundi aldrei fara upp í bíl með ókunnugum eða heim til einhvers ókunnugs… En þarna voru aðstæður bara öðruvísi. Mamma og pabbi sátu stutt frá og gátu séð þau, bátur við bryggju getur ekki verið svo hættulegur? Parið kunni líka vel sitt fag og buðu Anthony fyrst um borð að skoða bátinn, svo þegar Alexandra var komin um borð, fór maðurinn að “sýna Anthony hverning maður stýrir bátnum” og fór að starta honum, það er nú ekki leiðinlegt þegar maður er 7 ára strákur! Allt almennlegt og vel viljað fólk, sem hefði viljað bjóða svo vel, hefði að sjálfsögðu látið börnin spyrja foreldrana fyrst, hvort þau mættu koma um borð og skoða bátinn. Alexandra áttaði sig um leið og hún kom um borð hverning báturinn var allur í ógeði, sem lýsir fólkinu kannski best. Og þegar hún sá okkur koma vaðandi að, áttaði hún sig á aðstæðunum sem hún var í með bróður sínum. Þeir sem vilja trúa því að þarna hafi bara verið velviljað fólk á ferð og við bara að ímynda okkur, þá eru bara of mörg atriði sem benda til annars: *Þegar börnin leggja af stað niður bryggjuna, þá er báturinn lokaður og eins og engin sé um borð. (Sjá mynd af Anthony sem er tekin rétt áður, þar sem báturinn sést og er við endan á bryggjunni). Þegar börnin sjást nálgast hafa þau greinilega opnað allt og haft eins og þau væru bara þarna að njóta sín í góða veðrinu. *Fyrsta sem manninum dettur í hug að segja við okkur er “við ætluðum ekki að stela þeim”! Engum heiðarlegum manni hefði einu sinni dottið það í hug, ef það hefði ekki vakað fyrir honum. *Maðurinn reynir ítrekað að koma bátnum í gang um leið og Alexandra er komin um borð. *Báturinn er farinn frá bryggju rétt á eftir, þau vildu væntanlega ekki eiga það á hættu að fá lögregluna í heimsókn, eða að fylgst væri sérstaklega með þeim? *Hjá nokkrum mismunandi miðlum hef ég einnig fengið sterka staðfestingu þess að þarna var vakað vel yfir okkur og fólkið hafði í huga að koma börnum íburtu. Það þarf ekki að spyrja að því hvernig lífið okkar allra hefði orðið öðruvísi, ef ekki hefði verið svona vel vakað yfir okkur þennan eftirmiðdag. Auðvitað veit engin með vissu hvað hefur vakað fyrir þessu fólki, hvað vildu þau með börnin þennan dag? En eitt er víst, ef þeim hefði tekist að taka börnin, væri ekkert okkar heilt aftur. Við Kristján værum leitandi af börnunum okkar út um allt, í þeirri veiku von að finna þau á lífi. Alexandra, fallega og heilbrigða stelpan mín, væntanlega dópuð upp og notuð í vændi? Anthony litli flotti strákurinn minn, í þrælkun og barnavændi? Guð má vita hvað? Hversu lengi hefði Anthony lifað án þess að fá réttu fæðuna að borða? Allar þessar hugsanir hafa komið í huga minn aftur og aftur, það eru margar nætur sem ég hef vaknað með martröð um að þeim hefði tekist að fara með börnin í burtu. Ég hef kastað upp þegar ég hef leyft mér að hugsa of mikið um Hvað Ef? Þegar við keyrðum inn götuna heima daginn eftir, með bæði börnin okkar með okkur í bílnum, runnu tárin stjórnlaust niður kinnarnar hjá okkur Kristjáni, þakklætið var svo mikið að hafa þau hjá okkur. Þakklæti fyrir að koma saman heim fjölskyldan. Ég lít svo á, að við fengum öll annan sjéns þennan dag, annan sjéns að eyða lífinu saman. Það var oft sem ég réði ekki við þakklætistárin lengi á eftir, hlutir eins og að busta tennurnar, koma í háttinn, kyssa góða nótt, gera nesti fyrir skólann, við kvöldverðarborðið…. Jólin voru sérstaklega tilfinningaþrungin og mamma gaf eftir og fjölskyldan fékk annan hund, sem ég hafði heitið að yrði ekki gert aftur ;-) Við lærðum öll mikið þennan dag og 1. nóvember 2012 gleymist aldrei. Ég verð að trúa því að þessi “kennslustund”, verði til þess að Alexandra mín, sem er alltaf svo kammó við alla og trúir á það besta í öllum, komi heil heim úr heimsreisunni sinni. Hún verður betur vakandi og veit að ekki eru allir jafn góðviljaðir í þessum heimi. Við foreldrarnir erum mun betur vakandi og höfum lært að það er hægt að stela af okkur börnunum á ótrúlegustu stöðum, þó svo að við séum rétt hjá! Anthony hefur vonandi alltaf varan á hér eftir og gerir ekkert nema fá samþykki mömmu eða pabba fyrst, þó svo að við séum rétt hjá. Elsku vinir, þegar þið farið með börnin ykkar erlendis ALDREI ALDREI SLEPPA AF ÞEIM HENDINNI, sama á hvaða aldri þau eru! Á hverjum einasta degi er börnum stolið frá foreldrum sínum og fjölskyldum út um allan heim. Aðeins örlítið brot kemst í fréttirnar. Það þarf bara einn rangan mann á röngum tíma, að vera á sama stað, á sama tíma og börnin ykkar, til að þeim sé stolið. Þetta fólk notar tækifærin þegar þau gefast!Með hlýrri kveðju og fullu hjarta af þakklætixoxoElfa Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Elfa Þorsteinsdóttir skrifaði grein á Facebook fyrir nokkrum dögum sem hefur fengið töluvert meiri athygli en hún átti von á. Í greininni fjallar hún um atvik sem átti sér stað fyrir ári síðan á suður Spáni, þegar ókunnugt fólk sigldi næstum því á brott með tvö börn hennar. Sagt var frá greininni á Pressunni. Börn Elfu voru að skoða báta og snekkjur á bryggju í Puerto Banus í Marbella þegar syni Elfu var boðið um borð í bát við enda bryggjunnar og hjálpað um borð. Systir hans elti hann upp í bátinn. Um leið og þau fóru um borð var báturinn settur í gang. Elfa og maður hennar biðu á hinum enda bryggjunnar. „Hún er rosalega klár stelpan sem ég á og mér finnst ég búin að brýna mikið fyrir börnunum að passa sig. Þarna voru aðstæður þó svo saklausar. Við erum þarna og þau sjá okkur. Við bjuggum þarna á tímabili og höfum oft komið þarna áður,“ segir Elfa í samtali við Vísi. Þegar báturinn var settur í gang hlupu Elfa og maður hennar að enda bryggjunnar og náðu í börnin. Sem betur fer var báturinn ekki komin í gang að fullu þegar þau komu að bátnum. Það fyrsta sem heyrist frá þeim í bátnum voru: „Við ætluðum ekki að að stela þeim.“ „Við sáum um leið að þetta var mjög subbulegt fólk og öðruvísi en er þarna yfirleitt,“ segir Elfa. „Þetta var það erfiðasta sem ég hef lent í sem foreldri. Maður sér þetta kannski í bíómyndum en að lenda í þessu sjálf er mjög óraunverulegt. Ég horfi öðruvísi á lífið eftir að hafa lent í þessu. Ég hef alltaf passað krakkana mjög vel en er það miklu meira núna. Ég er miklu meira vakandi. Það er svo mikið frjálsræði á Íslandi að þetta er mjög langt frá Íslendingum. Þeir þekkja svona mál ekki.“ „Áfallið kemur eftir á og það er búið að taka mig allan þennan tíma að tjá mig um þetta. Það var erfitt að opna sig um þetta en ég er fegin að hafa gert það. Það eru ákveðin kaflaskil að koma hlutunum í orð. Það sem ég upplifi fyrst og fremst er þakklæti fyrir allt sem ég hef núna. Mér finnst við hafa fengið annan séns á að eyða lífinu saman.“Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.Hér fyrir neðan er grein Elfu Þorsteinsdóttur.ALDREI SLEPPA HENDINNI AF BÖRNUNUM YKKAR Í ÚTLÖNDUM! Ég skrifa þetta til ykkar allra Facebook vina minna, sem eigið börn og farið einhverntíma með þau erlendis. Í dag er ár síðan litlu munaði að ég missti bæði börnin mín. Ég hef átt mjög erfitt með að ræða um þennan atburð, nema við örfáa og hann hefur haft mikil áhrif á líf okkar fjölskyldunnar. Mér finnst samt einhvernvegin skylda mín að segja sögu okkar, þar sem hvert ykkar sem eigið börn og ferðist með þau erlendis, getið lent í því sama, kannski án þess að vera eins heppin og við vorum þennan dag í fyrra, 1. nóvember 2012. Að skrifa um þetta er kannski líka ákveðið uppgjör fyrir mig persónulega, þar sem hef átt erfiðast með að sleppa takinu á tilfinningunum sem þessum degi fylgja og það er alltaf stutt í að þær blossi upp þegar umfjöllun um svipuð mál nær hámarki í fjölmiðlum, eins og verið hefur núna undanfarið. Við vorum stödd í fríi á suður Spáni, þar sem við áttum dýrmæta daga með ömmu og afa. Þennan dag fórum við niður á Puerto Banus höfnina í Marbella, þar sem við höfum margsinnis áður komið, enda bjuggum við þarna um tíma ekki langt frá, þegar Alexandra var yngri. Það er svo gaman að labba þarna um og skoða alla flottu bílana og snekkjurnar og detta inn í draumaheiminn um að eignast jafnvel eina slíka einhvern daginn. Við vorum búin að vera þarna í örugglega 2-3 klukkutíma, bara að sýna okkur og sjá aðra eins og maður segir. Það var farið að líða á daginn og við vorum tilbúin að fara að halda heim á leið. Það var búið að labba niður hverja bryggjuna á fætur annari og Anthony vildi endilega fá að labba þessa síðustu líka, áður en við færum aftur að hitta ömmu og afa. Við Kristján vorum varla að nenna meira bryggjulabbi og það var því úr að við settumst við endan á bryggjunni og Alexandra fór með bróður sínum út bryggjuna á meðan við sátum og horfðum á þau. Það sást engin maður á þessari bryggju og bátarnir virtust mannlausir. Ég áætla að hver bryggja sé um 80-100 metrar eða svo á lengd? Þau eru komin við endan og við hjónin erum bara þarna í rólegheitum á hinum endanum að bíða eftir þeim, þegar Kristján sér að Anthony er komin um borð í bát sem var við hin endan á bryggjunni. Við stöndum strax upp og byrjum að ganga hröðum skrefum í átt til þeirra. Okkur til en frekari skelfingar sjáum við Alexöndru fara um borð líka! Við förum að kalla til þeirra og sjáum svo að það er verið að starta vélinni í bátnum og reykur stígur upp frá honum. Þarna erum við farin að hlaupa, hver einasti vöðvi er orðin spenntur og ég get ekki lýst þeirri líðan sem fer um mann á svona stundu. Við komum að bátnum áður en hann komst í gang, þar sem vélin stóð svo á sér og vil ég meina að okkar verndarar hafi séð til þess að hún datt ekki strax í gang á þessum sekúndum. Þegar við komum að bátnum, sjáum við þar mjög svo ólíkt fólk, miðað við það fína fólk sem er oftast að finna í hinum bátunum við þessa höfn. Fyrsta sem maðurinn segir við okkur er: “við ætluðum ekki að stela þeim”! Þarna vorum við heppin að geta talað tungumál sem fáir skilja. Við gerðum okkur bæði upp bros og rólegheitartón og sögðum við börnin að “drullast strax út úr bátnum, …eins og skot”! Það voru einhver ósjálfráð viðbrögð að þykjast vera pollróleg, til að ná börnum til baka, án þess að það yrði sýn. Við báðum fólkið meira að segja “afsökunnar” á að börnin væru að “trufla” þau! Börnin komust frá borði og þá fyrst kom sjokkið. Við helltum okkur yfir börnin, hvað þau hefðu verið að spá! Alexandra hefði átt að vita betur, orðin þetta gömul og vera búin að vera svona mikið erlendis. Ég get ekki haft eftir þau orð sem ég lét út úr mér við dóttir mína á þessari stundu.En þau voru lýsingar á því hvað hefði getað verið gert við hana og í hvernig aðstæðum hún hefði verið, ef báturinn hefði farið strax í gang og þeim tekist að komast með þau frá landi. Þið getið víst alveg ímyndað ykkur hvað það hefur verið “falleg” lýsing hjá mér, sturluð af hræðslu yfir því hversu litlu munaði að börnin væru numin á brott nokkrum mínútum áður. Alexandra gleymir þessum orðum örugglega aldrei, enda mamma hennar ekki vön að tala svona ljótt! Kristján fór til baka og ætlaði að tilkynna fólkið, en bátinn var þá að sjálfsögðu hvergi að finna. Næstu dagar voru litaðir af áfallinu sem kemur eftir á, eftir svona atburð. Öllum hlutunum sem maður púslar saman í huganum og hverning maður áttar sig betur og betur á alvarleikanum sem var þarna á ferð og hversu litlu munaði. Alexöndru leið sérstaklega illa yfir að hafa sett bróður sinn og þau í þessar aðstæður og átta sig ekki á hættunni fyrr. Þessi bráðgreinda stelpa sem ég á, mundi aldrei fara upp í bíl með ókunnugum eða heim til einhvers ókunnugs… En þarna voru aðstæður bara öðruvísi. Mamma og pabbi sátu stutt frá og gátu séð þau, bátur við bryggju getur ekki verið svo hættulegur? Parið kunni líka vel sitt fag og buðu Anthony fyrst um borð að skoða bátinn, svo þegar Alexandra var komin um borð, fór maðurinn að “sýna Anthony hverning maður stýrir bátnum” og fór að starta honum, það er nú ekki leiðinlegt þegar maður er 7 ára strákur! Allt almennlegt og vel viljað fólk, sem hefði viljað bjóða svo vel, hefði að sjálfsögðu látið börnin spyrja foreldrana fyrst, hvort þau mættu koma um borð og skoða bátinn. Alexandra áttaði sig um leið og hún kom um borð hverning báturinn var allur í ógeði, sem lýsir fólkinu kannski best. Og þegar hún sá okkur koma vaðandi að, áttaði hún sig á aðstæðunum sem hún var í með bróður sínum. Þeir sem vilja trúa því að þarna hafi bara verið velviljað fólk á ferð og við bara að ímynda okkur, þá eru bara of mörg atriði sem benda til annars: *Þegar börnin leggja af stað niður bryggjuna, þá er báturinn lokaður og eins og engin sé um borð. (Sjá mynd af Anthony sem er tekin rétt áður, þar sem báturinn sést og er við endan á bryggjunni). Þegar börnin sjást nálgast hafa þau greinilega opnað allt og haft eins og þau væru bara þarna að njóta sín í góða veðrinu. *Fyrsta sem manninum dettur í hug að segja við okkur er “við ætluðum ekki að stela þeim”! Engum heiðarlegum manni hefði einu sinni dottið það í hug, ef það hefði ekki vakað fyrir honum. *Maðurinn reynir ítrekað að koma bátnum í gang um leið og Alexandra er komin um borð. *Báturinn er farinn frá bryggju rétt á eftir, þau vildu væntanlega ekki eiga það á hættu að fá lögregluna í heimsókn, eða að fylgst væri sérstaklega með þeim? *Hjá nokkrum mismunandi miðlum hef ég einnig fengið sterka staðfestingu þess að þarna var vakað vel yfir okkur og fólkið hafði í huga að koma börnum íburtu. Það þarf ekki að spyrja að því hvernig lífið okkar allra hefði orðið öðruvísi, ef ekki hefði verið svona vel vakað yfir okkur þennan eftirmiðdag. Auðvitað veit engin með vissu hvað hefur vakað fyrir þessu fólki, hvað vildu þau með börnin þennan dag? En eitt er víst, ef þeim hefði tekist að taka börnin, væri ekkert okkar heilt aftur. Við Kristján værum leitandi af börnunum okkar út um allt, í þeirri veiku von að finna þau á lífi. Alexandra, fallega og heilbrigða stelpan mín, væntanlega dópuð upp og notuð í vændi? Anthony litli flotti strákurinn minn, í þrælkun og barnavændi? Guð má vita hvað? Hversu lengi hefði Anthony lifað án þess að fá réttu fæðuna að borða? Allar þessar hugsanir hafa komið í huga minn aftur og aftur, það eru margar nætur sem ég hef vaknað með martröð um að þeim hefði tekist að fara með börnin í burtu. Ég hef kastað upp þegar ég hef leyft mér að hugsa of mikið um Hvað Ef? Þegar við keyrðum inn götuna heima daginn eftir, með bæði börnin okkar með okkur í bílnum, runnu tárin stjórnlaust niður kinnarnar hjá okkur Kristjáni, þakklætið var svo mikið að hafa þau hjá okkur. Þakklæti fyrir að koma saman heim fjölskyldan. Ég lít svo á, að við fengum öll annan sjéns þennan dag, annan sjéns að eyða lífinu saman. Það var oft sem ég réði ekki við þakklætistárin lengi á eftir, hlutir eins og að busta tennurnar, koma í háttinn, kyssa góða nótt, gera nesti fyrir skólann, við kvöldverðarborðið…. Jólin voru sérstaklega tilfinningaþrungin og mamma gaf eftir og fjölskyldan fékk annan hund, sem ég hafði heitið að yrði ekki gert aftur ;-) Við lærðum öll mikið þennan dag og 1. nóvember 2012 gleymist aldrei. Ég verð að trúa því að þessi “kennslustund”, verði til þess að Alexandra mín, sem er alltaf svo kammó við alla og trúir á það besta í öllum, komi heil heim úr heimsreisunni sinni. Hún verður betur vakandi og veit að ekki eru allir jafn góðviljaðir í þessum heimi. Við foreldrarnir erum mun betur vakandi og höfum lært að það er hægt að stela af okkur börnunum á ótrúlegustu stöðum, þó svo að við séum rétt hjá! Anthony hefur vonandi alltaf varan á hér eftir og gerir ekkert nema fá samþykki mömmu eða pabba fyrst, þó svo að við séum rétt hjá. Elsku vinir, þegar þið farið með börnin ykkar erlendis ALDREI ALDREI SLEPPA AF ÞEIM HENDINNI, sama á hvaða aldri þau eru! Á hverjum einasta degi er börnum stolið frá foreldrum sínum og fjölskyldum út um allan heim. Aðeins örlítið brot kemst í fréttirnar. Það þarf bara einn rangan mann á röngum tíma, að vera á sama stað, á sama tíma og börnin ykkar, til að þeim sé stolið. Þetta fólk notar tækifærin þegar þau gefast!Með hlýrri kveðju og fullu hjarta af þakklætixoxoElfa
Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira