Karlalið Stjörnunnar í blaki vann sigur á Þrótturum í þremur hrinum í viðureing liðanna í Ásgarði í gærkvöldi.
Hrinurnar fóru 25-22, 25-18 og 25-18 fyrir Garðabæjarliðið sem er í efsta sæti deildarinnar með tíu stig eftir fjóra leiki. Þróttur er í fimmta sæti með þrjú stig.
Róbert Hlöðveresson skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna en Fannar Grétarsson var með 13 stig hjá Þrótti.
Stjarnan á toppinn með sigri á Þrótti
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
