Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Finnland 34-18 | Finnar engin fyrirstaða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2013 11:02 Mynd/Valli Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira