Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Finnland 34-18 | Finnar engin fyrirstaða Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. október 2013 11:02 Mynd/Valli Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn. Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik byrjaði undankeppni EM vel í kvöld er liðið rúllaði yfir slakt lið Finna. Sextán marka sigur var síst of stór. Valgarður Gíslason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum og má sjá myndir hans hér fyrir ofan. Gríðarlegur styrkleikamunur á liðunum og hann sást strax frá upphafi. Íslenska liðið tók strax öll völd á vellinum og leiddi með tíu mörkum í leikhléi, 18-8. Ef ekki hefði verið fyrir stórleik Sonju Koskinen í finnska markinu hefði munurinn verið mun stærri. Íslenska liðið að klúðra allt of mörgum dauðafærum. Þær stóðu vörnina vel og spiluðu oft á köflum flottan sóknarbolta. Opnuðu línuna hvað eftir annað en hefðu mátt nýta færin betur. Síðari hálfleikur var algjört formsatriði en stelpurnar héldu áfram að keyra og fá sem mest út úr leiknum. Það gekk svona misvel. Klaufagangur oft á sóknarleiknum en kom ekki að sök þar sem andstæðingurinn var mjög slakur. Markverðir íslenska liðsins vörðu mjög vel í kvöld. Varnarleikurinn til fyrirmyndar lengstum. Sóknarleikurinn misjafn og maður hefði viljað sjá á köflum betri sóknarleik gegn þessum andstæðingi. Allar stelpur fengu að spila og skiluðu flestar sínu. Þær verða þó ekki dæmdar af þessum leik sem var ekki mikið meira en æfingaleikur fyrir þær. Gott að byrja með sannfærandi sigri engu að síður og vonandi gefur þessi sigur tóninn fyrir næstu leik. Unnur: Eins gott að skotin fóru innNýliðinn Unnur Ómarsdóttir var í byrjunarliði Íslands í kvöld og skilaði heldur betur góðu verki. Fjögur skot og fjögur mörk. "Þetta er risadagur fyrir mig. Ég var svolítið stressuð í upphafi en leið samt vel. Fann fyrir trausti frá þjálfurunum og stressið fór því fljótt," sagði Unnur afar brosmild. "Ég er mjög fegin. Það var eins gott að skotin fóru inn hjá mér," sagði Unnur og hló. "Ég hef stefnt að þessu lengi. Ég hef verið viðloðandi liðið en ekkert fengið að spila. Nú er ég komin í liðið og það er gott," sagði Unnur en fer hún ekki fram á að halda byrjunarliðssæti sínu? "Vonandi fæ ég að spila áfram. Það var gott fyrir mig að byrja á svona leik. Ég vissi ekkert hvernig þetta lið var en þetta var rosalega gaman." Ágúst: Búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinnaÁgúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari var að vonum nokkuð léttur eftir leik enda öruggur sigur í höfn. Þetta var líka eflaust léttir fyrir hann enda hefur lið hans í Danmörku, SönderjyskE, ekki enn unnið leik í dönsku deildinni. "Ég var búinn að gleyma því hversu ljúft það er að vinna leik," sagði Ágúst brosmildur. Yfirburðir íslenska liðsins voru mjög miklir í þessum leik og Ágúst hrósaði sínu liði fyrir að halda áfram allan leikinn. "Þetta var fínt og gott að geta hreyft allan mannskapinn í dag. Við erum aðeins að vinna með 5-1 varnarleikinn og það gekk ágætlega í dag. Við fórum kannski illa með mörg færi en það var fagmennska hjá stelpunum að halda haus í 60 mínútur. "Við fórum sérstaklega illa með dauðafærin í fyrri hálfleik og það getur verið dýrt gegn sterkari andstæðingi. Heilt yfir var ég samt nokkuð sáttur við leik liðsins. Það var fínt að fá þennan leik og geta prufað marga nýja leikmenn.
Íslenski handboltinn Mest lesið Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Enski boltinn Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Körfubolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira