LeBron James er vanur að leggja mikið á sig á milli tímabila til að bæta sinn leik og þessi vinnusemi kappans er notuð á táknrænan hátt í nýrri tæplegra tveggja mínútna auglýsingu frá Nike Basketball sem heitir "Training Day"
Þetta er ekki fyrsta auglýsing LeBron og Nike en hún er allt öðruvísi en þær sem á undan fóru enda hafa þær flestar meira snúist um grín.
Að þessu sinni er LeBron James á ferðinni um Miami þar sem fjöldi fólks safnast í kringum hann á meðan hann æfir og sinnir um leið áhugasömum aðdáendum.
Auglýsingin byrjar og endar fyrir fram heimili Lebron en það er hægt að sjá þessi skemmtilegu auglýsingu hér fyrir neðan.