Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan byrja vel í spænsku b-deildinni í körfubolta en liðið sótti tvö stig til Barcelona í morgun og vann þá öruggan 71-55 sigur á b-liði Barcelona. Breogan er eitt af fjórum liðum sem eru með fullt hús eftir tvær umferðir.
Haukur Helgi var í villuvandræðum í þessum leik en skoraði 5 stig á 11 mínútum auk þess að gefa eina stoðsendingu. Haukur hitti úr 2 af 4 skotum sínum í leiknum. Hann fékk 4 villur og það hafi örugglega mikil áhrif á að hann spilaði ekki meira.
Haukur var með 14 stig í sigri liðsins í 1. umferðinni og hefur nú sett niður 8 af fyrstu 13 skotum sínum í spænsku b-deildinni.
Breogan var með frumkvæðið allan tímann, var 25-17 yfir eftir fyrsta leikhlutann og með tólf stiga forskot í hálfleik, 42-30.
Haukur í villuvandræðum í sigri Breogan
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið







Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga
Íslenski boltinn



Beckham reiður: Sýnið smá virðingu
Fótbolti