Teitur: Góður tími fyrir Ísland að mæta Noregi Kolbeinn Tumi Daðason í Ósló skrifar 13. október 2013 20:52 Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira
Teitur Þórðarson metur möguleika Íslands gegn Noregi á þriðjudaginn mjög góða en þjóðirnar mætast þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló í síðasta leik þjóðanna í undankeppni HM í Brasilíu. „Ég held að möguleikarnir séu bara mjög góðir. Það er náttúrulega enginn vafi á því að íslenska liðið hefur verið að standa sig gífurlega vel og það sjáum við á þessum úrslitum sem hafa orðið. Möguleikarnir eru fyrir hendi að ná í sæti til þess að eiga séns á því að komast áfram," segir Teitur Þórðarson, sem nú þjálfar norska liðið Funnefoss/Vormsund IL í norsku D-deildinni. Íslenska liðið á mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í umspilinu en Norðmenn eru úr leik fyrir lokaumferðina. „Á sama tíma er norska liðið búið að vera í ströggli. Ýmislegt hefur gerst þar. Meðal annars er búið að skipta um þjálfara og það hefur alveg örugglega sitt að segja. Nú byrjuðu þeir með Per Mathias Høgmo í síðasta leik og það gekk ekki svo rosalega vel. Það er nú ekki hægt að kenna honum um það því hann hafði nú ekki svo mikinn tíma til að undirbúa liðið," segir Teitur. Teitur segir það ætti að koma sér vel fyrir íslenska liðið að mæta norska landsliðinu á þessum tímapunkti. „Ég reikna nú með að liðið eigi eftir að skána eftir því sem tíminn líður. Þannig að ég held að tímapunkturinn sé þannig lagað mjög góður fyrir Ísland. Norðmennirnir eru pottþétt óöruggir því það eru ýmsar breytingar og þeir tapa síðasta leik 3-0 og það er ekki spurning að það skapar óöryggi og þar af leiðandi held ég að Íslendingar hafi mjög góðan möguleika á að ráðast á þá," segir Teitur. „Það er langt síðan norska liðið hefur verið í svona mikilli lægð. Þetta hefur svona hægt og sígandi verið að gerast og ég held að ein af aðalástæðunum fyrir því sé sú að ef maður kíkir svona 7-8 ár aftur í tímann þá átti Noregur talsvert mikið af góðum leikmönnum í góðum klúbbum úti í Evrópu. Það er bara ekki tilfellið núna. Það eru örfáir af leikmönnum norska liðsins sem eru að spila reglulega og örfáir af þeim sem spila í virkilega góðum liðum," segir Teitur. Það er hægt að sjá allt viðtalið með því að smella á tengilinn hér fyrir ofan.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Video kassi sport íþróttir Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Gestirnir með sóp á lofti? Körfubolti Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Í beinni: Stjarnan - ÍR | Síðasti séns fyrir Breiðhyltinga Körfubolti Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Grealish og Foden líður ekki vel Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Í beinni: Breiðablik - Valur | Meistarar mætast Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Sjá meira