Ríkharður: Maður verður að vera trúr sínum prinsippum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. október 2013 06:30 Ríkharður Daðason. Mynd/Daníel Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár." Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira
Ríkharður Daðason ákvað í gær að hætta að þjálfa Fram í Pepsi-deildinni en hann tók við liðinu í sumar og gerði liðið að bikarmeisturum. Ríkharður fékk tilboð frá stjórn Fram en að hans mati fóru ekki saman markmið og metnaður hans og stjórnarinnar. „Auðvitað er ákveðin eftirsjá en ef að maður treystir sér ekki til að fara lengra á þeim forsendum sem gefnar eru upp þá er þetta niðurstaðan," sagði Ríkharður og hann segir félagið vera frekar að rifa seglin en hitt. " Ef að það er einhvern tímann staður og stund til að spýta í lófana, taka smá „sjénsa“ og gefa sér færi á að ná að komast aftur upp á meðal þeirra bestu þá er það þegar þú kemst í Evrópukeppni," segir Ríkharður. Ríkharður gerði Fram að bikarmeisturum í ágúst og talaði þá um að hann vildi halda áfram. „Ég var spurður að því þegar við urðum að bikarmeistarar. Þá hefði maður getað hugsað sér framhald en það var ekki í boði þá. Mér finnst að félagið hafi sóað dálitlum tíma síðan 17. ágúst og ekki gengið frá ákveðnum málum. Það spilar að einhverju leyti inn í ákvörðunina," segir Ríkharður. „Auðun Helga orðaði þetta ágætlega einhvers staðar að markmið og metnaður fara ekki alveg saman milli stjórnarinnar og okkar. Mér finnst það vera vel orðað hjá honum," segir Ríkharður en hann segir að launaliðurinn í samningnum hafi ekki verið vandamálið. „Ég sagði strax við Sverri (Einarsson formann) að ef að við náum saman um markmið og stefnu þá náum við klárlega saman um launalið. Mér fannst óþarfi að vera að tala um það. Að sama skapi vil ég heldur ekki vera að hnýta í Fram. Þetta er mitt uppeldisfélag og mér þykir vænt um Fram og mun alla tíð þykja vænt um Fram," segir Ríkharður. „Það er mikill söknuður að segja skilið við þetta starf en að sama skapi verður maður að vera trúr sínum prinsippum. Ég er mjög þakklátur stjórn Fram fyrir að hafa hringt í sumar og veitt mér tækifærið til þess að prófa þetta," segir Ríkharður og bætti við: „Við erum stoltir af því að hafa ásamt leikmannahóp og þeim sem komu að félaginu skilað fyrsta stóra titli félagsins í yfir tuttugu ár."
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti „Þetta var hið fullkomna kvöld“ Fótbolti „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ Fótbolti „Þetta er ekki búið“ Fótbolti „Erum komnar til þess að fara alla leið“ Sport Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Fótbolti Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Handbolti Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Enski boltinn Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79| Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Sjá meira