Umfjöllun og viðtöl: HK - ÍR 23-30 | Öruggt hjá ÍR-ingum Sigmar Sigfússon skrifar 3. október 2013 18:45 ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“ Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
ÍR-ingar unnu góðan sjö marka sigur,23-30, á HK í Digranesinu í þriðju umferð Olísdeildar karla í handbolta í kvöld. Breiðhyltingar náðu mest sjö marka forystu í leiknum. Björgvin Hólmgeirsson átti hreint magnaðan leik fyrir ÍR-inga og skoraði 11 mörk í leiknum og það í öllum regnboganslitum. Gestirnir úr Breiðholti byrjuðu leikinn af miklum krafti og HK-ingar réðu illa við þá í upphafi. Vörnin hjá ÍR var sterk og neyddust leikmenn HK að taka ótímabær skot úr lélegum færum. Kristófer Fannar Guðmundsson, markmaður ÍR, varði hvert skotið á eftir öðru og var hreint magnaður fyrir sitt lið í leiknum. Hann var með fimmtán skot varin í fyrri hálfleik og ÍR-ingar keyrðu hraðaupphlaupin stíft í bakið á heimamönnum um tíma. Athygli vakti að Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, skipti um markmann í hálfleik. ÍR náði snemma góðri forystu í fyrri hálfleik og náðu mest sjö marka forskoti í stöðunni, 3-10 og aftur í lokastöðunni, 23-30. Björn Ingi Friðþjófsson, markaður HK, hélt lífi í sínum mönnum með góðum leik í markinu því ÍR-ingar hefðu auðveldlega geta bætt í forystuna. HK-menn gáfust þó ekki upp og áttu ágætis leik síðustu tíu mínúturnar í fyrri hálfleik og söxuðu forskotið hægt og smátt. Staðan í hálfleik var 10-15 fyrir ÍR. En Björgvin skoraði síðasta mark sinna manna í hálfleiknum um leið og lokaflautið gall. HK-ingar áttu góðan leik fyrstu tíu mínúturnar í seinni hálfleik og minnkuðu muninn í þrjú mörk á 40. mínútu, 15-18. Þá settu ÍR-ingar sig í gírinn aftur og juku forskot sitt á ný. ÍR-ingar héldu góðri forystu út háfleikinn og unnu að lokum sannfærandi sjö marka sigur. HK-menn áttu nokkra ágætiskafla í leiknum en ÍR-ingar voru of stór biti fyrir þá í kvöld. HK-ingar börðust þó vel í leiknum og gáfust aldrei upp og eiga hrós skilið fyrir það. Breiðhyltingar hefðu getað unnið stærri sigur en gerðu of mörg mistök í sóknaleik sínum. Þá varði Björn Ingi Friðþjófsson vel í marki HK í leiknum.Bjarki: Sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum „Fyrstu mínúturnar voru jafnar en svo kom góður kafli hjá okkur. Kristófer var frábær í markinu og þá fórum við sigla framúr. Misstum þetta niður í fimm mörk í hálfleik sem var óþarfi,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn og bætti við: „En seinni hálfleikur var mjög góður hjá okkur. Ég sagði við þá inn í klefa í hálfleik að muna eftir leiknum við þá í fyrra þar sem við fórum með góða forystu inn í hálfleikinn en við töpuðum þeim leik,“ „Það virðist vera þannig með okkur að við erum snöggir að klifra upp brekkuna en erum jafnfljótir að detta niður. Það er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Að halda forystu í leikjum“ sagði Bjarki. „Ég er heilt yfir sáttur með spilamennsku minna manna í leiknum. Það fengu margir að koma inn á og spila. Þetta er langt mót og við verðum að eiga menn inni þegar líður á,“ sagði Bjarki Sigurðsson að lokum.Hákon: Neikvæðnin varð okkur að falli í kvöld „Við vorum að taka vitlaus færi, gerðum vitlausa hluti þegar við áttum að vera gera rétta hluti og spiluðum okkur út úr kerfum,“ sagði Hákon Hermannsson Bridde, sem var þjálfari HK í leiknum í fjarveru Samúels Árnasonar, aðalþjálfara liðsins. „En þetta var góður leikur miðað við hvað er í gangi hjá okkur. Menn eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu. En það sem varð okkur að falli var neikvæðnin í leikmönnum. Smá innbyrðis pirringur hjá okkur sem við þurfum að laga,“ sagði Hákon og bætti við: „Þetta eru efnilegir strákar sem að læra af þessu,“
Íslenski handboltinn Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira