Sportspjallið: Ólafur Stefánsson | Ég er enginn þjálfari í dag 3. október 2013 12:01 Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira