Sportspjallið: Ólafur Stefánsson | Ég er enginn þjálfari í dag 3. október 2013 12:01 Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan. Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira
Vísir kynnir til leiks nýjan dagskrárlið - Sportspjallið. Þessi þáttur verður á dagskrá vikulega. Í þættinum verður farið um víðan völl í íþróttaheiminum. Fyrsti gestur þáttarins er einn besti handboltamaður allra tíma - Ólafur Stefánsson. Henry Birgir Gunnarsson ræðir ítarlega við Ólaf sem er nýtekinn við liði Vals. "Ég er enginn þjálfari í dag. Það liggur í augum uppi enda aldrei þjálfað. Auðvitað á ég að þekkja leikinn en allt þetta stjórnunarlega er ég að læra," segir Ólafur sem meðal annars en hann hafnaði danska landsliðinu. Ákvað frekar að þjálfa hjá Val. Ólafur lagði skóna á hilluna í sumar og þó svo hann sé enn í toppformi mun hann ekki stíga út á völlinn í vetur. "Ég mun ekki spila með Val. Ef ég ætla að þjálfa hóp og presentera mig sem þjálfara þá grefur undan öllu ef ég fer spila. Ég er hérna til þess að þjálfa menn. Ef ég fer í hlutverk þeirra þá er ég ekki að treysta þeim og um leið að segja að ég sé ekki nógu góður að þjálfa. Mér finnst það vera nokkuð augljóst." Við hlið Ólafs á hliðarlínunni er Ragnar Óskarsson, fyrrum landsliðskempa og atvinnumaður í Frakklandi til margra ára. "Raggi er frábær en ég skil ekki hvernig er hægt að vera einn þjálfari. Það er enginn þjálfari fyrr en hann hefur tapað og lent í krísu. Þá þarf maður að hafa einhvern til að tala við. Ég skil ekki þjálfara sem eru einir." Ólafur kvaddi landsliðið í sumar með stæl en hann hafði upprunalega ætlað að hætta með landsliðinu á ÓL í London. "Síðasti leikurinn á ÓL í London er það erfiðasta sem ég hef upplifað á ferlinum og ég er enn að jafna mig. Það var jarðarfararstemning inn í klefa eftir leik eins og eðlilegt er. Það var ekki versta momentið. Það var að labba út og fatta að sé allt búið. Þetta var mjög skrýtið moment." Ólafur talar einnig um atvinnumannaferilinn farsæla. Hann var ekki ánægður með sjálfan sig er hann spilaði undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar hjá Rhein-Neckar Löwen. "Ég gleymdi mér í tvö ár hjá Löwen, var ekki rétt stilltur. Eg gerði bara það sem þurfti og ekkert meira. Ég var kannski svolítið "cocky" eftir góð ár á Spáni. Gleymdi mér. Þetta var góður skóli líka. Gott að hafa upplifað það þó svo það hafi verið á kostnað liðsins. Það var hroki í mér." Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Olís-deild karla Skroll-m-box-tv forsíða kvöldfréttir stöð 2 Video kassi sport íþróttir Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Fleiri fréttir Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Sjá meira