Hinn átta ára gamli Benedikt Friðbjörnsson er að slá í gegn í snjóbrettaheiminum og hefur nú þegar gert styrktarsamning við DC Shoes en þessi drengur frá Akureyri er ótrúlegur á brettinu.
Hann er meðal annars sá yngsti í heiminum sem vitað er til þess að hafa farið í heljarstökk aftur á bak á snjóbrettinu.
Benni var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann steig fyrst á snjóbretti.
Hér að neðan má sjá nýtt myndband af kappanum sem birtist á einum stærsta snjóbrettavef í heiminum, Onboard. Þar má sjá hversu hæfileika ríkur Benni er.
Íslenska snjóbrettaundrabarnið með ótrúleg tilþrif | Myndband
Stefán Árni Pálsson skrifar