Leikmenn Oklahoma City Thunder voru mættir þar í gær og náði starfsmaður vallarins mynd af sér með þeim Kevin Durant og Russell Westbrook.
Þetta kemur fram á vef Víkurfrétta en þar má einnig sjá myndir af þeim félögunum saman á Leifsstöð, en hér má sjá myndina.
Liðið var á leiðinni til Tyrklands þar sem þeir verða næstu þrjá daga við æfingar. Næst heldur liðið til Manchester. OKC mun leika æfingaleiki á báðum stöðum.
