Það er algengt í NHL-deildinni í íshokký að leikmenn sláist. Í raun er það leyft og dómarar skipta sér ekki af þar til annar leikmaðurinn liggur á ísnum.
Á Englandi taka menn öll ofbeldismál alvarlega og Derek Campbell, fyrrum leikmaður Hull, hefur nú verið dæmdur i 47 leikja bann.
Bannið fær hann fyrir að slást, sparka með hné í andlit andstæðings, kýla hann í andlitið og pota í augað á honum.
Campbell fékk 15 leikja bann fyrir slagsmálin, 12 fyrir að pota í augað, 12 fyrir hnésparkið og 10 fyrir högg í andlit.
Hull rak leikmanninn frá félaginu.
