Deildin hefur verið að skoða möguleika hvernig hún geti aukið áhorfið utan Bandaríkjanna. Allt frá árinu 200 hefur einn leikur árlega farið fram á Wembley en í ár var ákveðið að bæta við leik sem fer fram eftir mánuð.
Talið er að rúmlega 500.000 manns hafi mætt í samkomu sem haldin var í London þar sem helstu stjörnur Steelers og Vikings voru kynntar. Amerískar veigar voru í boði og þá var yngri kynslóðini boðið að prófa leikinn undir vökulum augum þjálfara.
Þrátt fyrir að bæði liðin hafi byrjað tímabilið illa voru aðdáendur spenntur fyrir leiknum framundan. Mikil læti voru þegar stjörnunar voru kynntar en Bretarnir hættu ekki þar. Klappstýrur Minnesota Vikings fengu gríðarlega góðar móttökur þegar þær voru kynntar til leiks, betri móttökur en stjörnuleikmaðurinn Adrian Peterson.
