Lebron James leikmaður Miami Heat kvæntist unnustu sinni síðan í gagnfræðiskóla, Savannah Brinson, í gær.
Margt var um manninn í veislunni, sem var á Grand Del Mar hótelinu í San Diego, en um 200 manns voru viðstaddir þegar þau játuðust hvort öðru.
Mikill viðbúnaður var á meðan herlegheitin fóru fram og segja gárungarnir að allir símar hafi verið teknir af fólki til að passa upp á að engar myndir lækju á netið á meðan á athöfninni stóð.
Segja má að Lebron James sé þá búinn að vinna sér inn „þriðja“ hringinn.
Lebron James í hnapphelduna
Eyþór Atli Einarsson skrifar

Mest lesið


Leikur Chelsea og Benfica blásinn af
Fótbolti


Einhenta undrið ekki í NBA
Körfubolti


Penninn á lofti í Keflavík
Körfubolti



