Tónlist

Ylja frumsýnir nýtt myndband

Hljómsveitin Ylja frumsýnir nýtt myndband á Vísi.
Hljómsveitin Ylja frumsýnir nýtt myndband á Vísi. Fréttablaðið/Stefán
Hljómsveitin Ylja frumsýnir hér nýtt myndband við lagið Á rauðum sandi.

Myndbandið átti að taka upp yfir þrjá daga í maí en þar sem sumarið dróst á langinn tókst ekki að klára myndbandið fyrr en seint í júlí.

„Meðlimir Ylju og nokkrir nánir vinir leika í myndbandinu en þurftu reyndar lítið að leika. Stemningin var svakalega góð allan tímann og margir grínarar í hópnum svo flest brosin og hlátursköstin eru alveg ekta,“ segir Ásgeir Guðmundsson, umboðsmaður hljómsveitarinnar um gerð myndbandsins.

„Fyrsti tökudagurinn í júní einkenndist af því að tökulið og leikarar biðu í eftirvæntingu eftir því að skýin hleyptu sól í gegn og var þá hlaupið til,“ bætir hann við.

Myndbandið er skotið á 8mm filmu og því tók framköllun og eftirvinnsla nokkurn tíma. Það var tekið í samstarfi við Sagafilm og Fíton en leikstjóri er Guðjón Jónsson. Lesendur geta barið það augum hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×