Aðstoðarbílstjórinn Brynjar Sverrir Guðmundsson varð bílveikur í Skagafjarðarrallýinu á dögunum. Hann lét það þó ekki stöðva sig í keppninni.
Á fyrstu sérleið dagsins fann Brynjar fyrir ógleði og kastaði upp í bílnum. Í samtali við Víkurfréttir segir bílstjórinn Sigurður Arnar Pálsson að aldrei hafi komið til greina að hætta keppni þótt atvikið hafi vissulega tafið þá.
Að sögn Sigurðar var lyktin ekki góð í bílnum hjá þeim Brynjari sem ekið hafa saman frá árinu 2010. Þetta ku vera í fyrsta skipti sem Brynjar hefur orðið bílveikur.
Atvikið má sjá í spilaranum hér að ofan. Brynjar var léttur þrátt fyrir allt og spyr Sigurð í lokin einfaldrar spurningar:
„Hvernig er lyktin?“
