Enska landsliðið í krikket hefur nú þurft að senda frá sér afsökunarbeiðni eftir að allt fór úr böndunum í fagnaðarlátum liðsins er Englendingar tryggðu sér sigur á „The Ashes“ gegn Áströlum á sunnudaginn.
Leikmenn liðsins fögnuðu á vellinum langt fram á nótt og köstuðu ítrekað af sér vatni á miðjan völlinn.
Í yfirlýsingunni frá enska krikket-sambandinu segir meðal annars:
„Við gleymdum okkur í fagnaðarlátunum og gerum okkur grein fyrir því að hegðun leikmannanna var til skammar.“
Fagnaðarlætin fóru úr böndunum
Stefán Árni Pálsson skrifar
