Anna Soffía Víkingsdóttir stóð sig glæsilega í Grapplers Quest European Championship mótinu í Brasilísku Jiu-Jitsu í Amsterdam. Anna keppti í 63 kg flokki og í opnum flokki blábeltinga í Gi.
Anna gerði sér lítið fyrir og vann til gullverðlauna í báðum flokkum, hún sigraði alla andtæðinga sína með uppgjafartökum nema í úrslitum opna flokksins þar sem sigurinn vannst á stigum.
Anna er að stíga upp úr meiðslum.
„Þetta var skemmtilegujr dagur og gott að fá aftur sjálfstraust sem keppandi eftir meiðsli, ég var smá stressuð í upphafi en um leið og ég komst í gírinn var ekki aftur snúið. Æfingarnar í Mjölni komu mér í gegnum þetta mót, andinn þar er æðislegur og þjálfararnir hafa hjálpað mér mikið," sagði Anna.
