„Nú vaska ég kannski einu sinni upp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 18:28 Róbert Aron í háloftunum með Fram. Mynd/Stefán Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara. Íslenski handboltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira