Kominn tími á sigur í Laugardalshöllinni

Leikur Íslands og Rúmeníu hefst klukkan 19.15 í Laugardalshöllinni en það var vel mætt og frábær stemmning þegar liðið spilaði magnaðan leik á móti Búlgörum á þriðjudagskvöldið.
Það er svo sannarlega kominn tími á sigur hjá íslenska körfuboltalandsliðinu í Laugardalshöllinni en það gerðist síðast 10. september 2008 eða fyrir rétt tæpum fimm árum. Ísland vann þá sex stiga sigur á Dönum, 77-71, í leik í undankeppni EM 2009.
Jón Arnór Stefánsson skoraði 14 stig í þeim leik en þeir Páll Axel Vilbergsson, Helgi Már Magnússon og Logi Gunnarsson voru allir með 12 stig. Logi var einnig með 6 fráköst og 6 stoðsendingar.
Íslenska karlalandsliðið hefur nú tapað sjö leikjum í röð í Laugardalshöllinni þar á meðal öllum fimm heimaleikjum sínum í undankeppni EM síðasta haust.
Íslenska landsliðið hefur verið nálægt sigri í síðustu þremur leikjum sínum í Höllinni, tapaði 84-86 á móti Slóvakíu 2. september 2012, 92-101 á móti Svartfjallalandi 8. september 2010 eftir að hafa verið 22 stigum yfir í hálfleik og svo tapaðist Búlgaríuleikurinn með tveimur stigum á þriðjudaginn var.
Tengdar fréttir

Ótrúlegir taktar frá Jóni Arnóri
Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson sýndi einhverja ótrúlegustu frammistöðu sem sést hefur frá íslenskum körfuboltamanni á þriðjudagskvöld þegar Íslands tapaði grátlega fyrir Búlgaríu 81-79.

Ein magnaðasta frammistaða sem ég hef séð með berum augum
Benedikt Guðmundsson, þjálfari liðs Þórs frá Þorlákshöfn í Domnios-deild karla og margfaldur Íslandsmeistaraþjálfari með KR, skellti skemmtilegum pistli inn á fésbókarsíðu sína eftir leik Íslands og Búlgaríu í gærkvöldi.

Búinn að spila tvo metleiki í röð í Höllinni
Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig á móti Búlgaríu í fyrrakvöld alveg eins og móti Svartfjallalandi í fyrra

Jakob á leið í hundrað þrista klúbbinn
Íslenska körfuboltalandsliðið leikur í kvöld lokaleik sinn í sínum riðli í undankeppni EM 2015 þegar Rúmenar koma í Laugardalshöllina og hefst leikurinn klukkan 19.15. Liðið var hársbreidd frá því að vinna Búlgara á þriðjudagskvöldið en Búlgarar tryggðu sér þar sæti í umspilinu.

Frábært myndband sem sýnir vel kraftinn í íslenska liðinu
Strákarnir á Leikbrot.is hafa verið duglegir að setja saman skemmtileg myndbönd eftir leik Íslands og Búlgaríu í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið. Þeir hafa nú sett saman myndbandið "Endir eða upphaf" til að minna á leik íslensku strákanna á móti Rúmeníu sem fer fram í Laugardalshöllinni á morgun.