Stóð á verði á meðan formaðurinn pissaði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 13:18 Borghildur og stuðningsmenn FK Aktobe. Mynd/Samsett „Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20. Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Þetta var ákveðin upplifun. Ég kunni nú samt ekki við að taka myndir af þessu," segir Borghildur Sigurðardóttir formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks. Breiðablik tekur á móti Aktobe frá Kasakstan í síðari leik liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar á fimmtudaginn. Gestirnir urðu ekki við beiðni Blika að spila á Kópavogsvelli og fer leikurinn því fram á Laugardalsvelli. „Þeir voru búnir að samþykkja þetta en svo neitaði þjálfarinn þeirra því að lokum," segir Borghildur. Í 3. umferð forkeppni Evrópudeildar þurfa leikvangar að uppfylla meiri kröfur en í umferðinni á undan. Kópavogsvöllur uppfyllir ekki allar kröfurnar, til að mynda þá sem snýr að flóðljósum, en heimalið getur óskað eftir því við gestaliðið að fá engu að síður að spila á heimavellinum. Þeirri kröfu neituðu forráðamenn Aktobe. „Þeir höfðu áhyggjur af því að fyrst leikvangurinn uppfyllti ekki allar kröfurnar að þá væri hann ekki góður. Þetta er annar menningarheimur og erfitt að útskýra hlutina fyrir þeim," segir Borghildur sem tekur málinu með stóískri ró. Hennar strákar séu klárir í slaginn á þjóðarleikvanginum þar sem þeir spila líka á morgun í undanúrslitum Borgunarbikarsins gegn Fram. Heimavöllur Aktobe uppfyllti kröfur UEFA þrátt fyrir að bjóða ekki upp á klósettaðstöðu fyrir kvenkyns áhorfendur. Því fékk Borghildur að kynnast ytra í fyrri leiknum. Stúka hafi verið á hverri hlið vallarins og eitt klósett fyrir hverja af stúkunum fjórum. „Klósettið var risastórt með 25 pissuskálum og nokkrum holum í jörðinni. Mér var alltaf bent á að fara þangað," segir Borghildur hlæjandi. „Ég kíkti inn en sá bara fullt af karlmönnum og pissuskálarnar. Þetta hlaut að vera vitlaust," segir formaðurinn. Á endanum hafi heimamenn áttað sig á því að henni væri alvarlega mál. „Þá kom einhver vörður með mér, rak alla sem voru að pissa út og stóð vörð svo ég gæti farið inn," segir Borghildur. Hún minnir á að menningarheimurinn sé gjörólíkur og aðstaðan örugglega eðlileg í þeirra heimi. Leikur Breiðabliks og Aktobe fer fram á Laugardalsvelli á fimmtudagskvöldið og hefst klukkan 20.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira