Ingólfur Þórarinsson sá um stuðið í brekkusöngnum á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum um helgina. Mikil ánægja var með sönginn hjá Ingó sem þreytti frumraun sína en Árni Johnsen hefur stýrt söngnum um áratugaskeið.
Brekkusöngurinn var í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi. Nú má horfa á sönginn í heild sinni í spilaranum hér að ofan og á sjónvarpssíðu Vísis.
