Fáðu þér pönnsu! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01 Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar