Fáðu þér pönnsu! Brynhildur Björnsdóttir skrifar 25. júlí 2013 07:00 Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Tengdar fréttir Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01 Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar Skoðun Með fólkið í forgrunni – menningarbrú og samfélagslegur ávinningur Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvort skiptir meira máli, lestur eða líf? Steindór Þórarinsson,Jón K. Jacobsen skrifar Skoðun Krafa um árangur í menntakerfinu Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Börn útvistuð til glæpa á netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvar eru mannvinirnir? Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Ekki setja Steinunni í 2. sæti… Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við verðum að vilja ganga í ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun EM í handbolta og lestrarkennsla Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Að þurfa eða þurfa ekki raforku Robert Magnus skrifar Skoðun Snorri og Donni Andri Þorvarðarson skrifar Sjá meira
Kynlíf er alls staðar. Það er í tónlist og tónlistarmyndböndum, í auglýsingum um allt mögulegt, bókmenntum og listum. Það er skiljanlegt, kynlíf bæði selur og gleður. Flestir hafa áhuga á kynlífi, vilja upplifa það og njóta. Skiljanlega. En til þess að upplifa kynlíf, hvort sem það er frábært, meðalgott eða sæmilegt, er nauðsynlegt, bráðnauðsynlegt, að vita hvað það er ekki. Og þar vandast málið. Skilgreiningin á kynlífi er lituð umræðu um grá svæði, óljós skilaboð, breytilegt viljastig, nei sem þýða já, óskýrar línur. Pönnukökur eru mismunandi, þykkar, þunnar, með rjóma, sultu eða sýrópi,eða upprúllaðar með sykri.Sumir vilja þær með plokkfiski, súkkulaðirúsínum og chili... hver hefur sinn smekk. Sumir elska að baka pönnukökur, aðrir að borða, langflestir vilja frekar njóta sinnar pönnuköku í góðum félagsskap þótt þær geti líka verið bráðgóðar í einrúmi. Flestum finnst þær góðar. Og þeir sem einu sinni hafa fengið almennilega pönnuköku þekkja pönnukökur í framtíðinni. Hveiti, sykur, salt, lyftiduft, egg, vanilludropar, smjör og mjólk er ekki pönnukaka. Gæti orðið að pönnuköku, er reyndar grundvallaratriði til að pönnukökur geti orðið að verueika. En er ekki pönnukaka. Það þarf svo miklu meira til. Koss er meira en árekstur tveggja munna. Og kynlíf er miklu meira en snerting líkama og kynfæra sem endar í einhvers konar losun. Kynlíf er tilfinningar, nánd. samvinna og samtal, kossar og kúr, og svo má nota rjóma, sultu og kannski pínu chili ef fólk vill. Ef þig langar í pönnuköku skaltu baka. Ef þig langar í kynlíf skaltu fá samþykki. Annars ert þú sá sem gleypti hálft kíló af hveiti og hélt að hann hefði borðað pönnukökur. Kynlíf verður aðeins þegar allir þátttakendur eru sammála um að gera það. Ef samþykki liggur ekki fyrir er það ofbeldi. Það er ekkert flókið. Ekkert grátt svæði, ekkert kannski, ekkert ef. Fáðu já – annars er það ekki kynlíf.Druslugangan verður farin í þriðja sinn þann 27. júlí, nk.Með Druslugöngunni viljum við færa ábyrgð kynferðisglæpa frá fórnarlömbunm og yfir á gerendur. Við viljum ekki einblína á klæðnað, hegðun eða fas þolenda sem mögulega afsökun fyrir glæpamenn. Við viljum einfaldlega að menn hætti að nauðga.Gangan verður farin frá Hallgrímskirkju klukkan 14:00, niður Skólavörðustíg, Bankastræti og mun enda á Austurvelli þar sem við taka fundarhöld og tónleikar.
Í skjóli karlmennskunnar Á Vestur-Balkanskaga mega konur “ákveða” að gerast karlmenn. Öldungaráð samfélagsins þarf að samþykkja þennan gjörning. Í staðinn þarf konan að heita skírlífi. 24. júlí 2013 00:01
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Skoðun Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen skrifar
Í órétti en samt í rétti? Bætur fyrir bílslys þegar þú ert sökudólgurinn Bryndís Gyða Michelsen Skoðun