Novak Djokovic, efsti maður heimslistans, er kominn áfram i 16-manna úrslit Wimbledon-mótsins í tennis eftir öruggan sigur á Frakkanum Jeremy Chardy.
Djokovic vann með þremur settum gegn engu, 6-3, 6-2 og 6-2, og hafði mikla yfirburði. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu, ekki frekar en Skotinn Andy Murray.
Djokovic leikur gegn Þjóðverjanum Tommy Haas í 16-manna úrslitunum.
Ástralinn stórefnilegi Bernard Tomic er einnig kominn áfram eftir sigur á Richard Gasquet, sem er í níunda sæti heimslistans, í fjórum settum.
Í kvennaflokki bar helst að Petra Kvitova frá Tékklandi og heimakonan Laura Robson komust báðar áfram.
Auðvelt hjá Djokovic
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“
Íslenski boltinn

Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu
Enski boltinn

Leeds sló eigið stigamet
Enski boltinn

„Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“
Körfubolti

„Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“
Íslenski boltinn

„Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“
Körfubolti



„Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“
Íslenski boltinn

Fleiri fréttir
