Við getum náð hámarksárangri án Óla Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. júní 2013 22:43 Mynd/Vilhelm Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“ Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, sparaði Ólafi Stefánssyni ekki lofið eftir tíu marka sigur Íslands á Rúmeníu í undankeppni EM 2014 í kvöld. Þetta var kveðjuleikur Ólafs Stefánssonar sem lagði skóna á hilluna eftir magnaðan feril. „Ég fékk gæsahúð eins og aðrir. Það var þjóðhátíðarstemning í höllinni, Óli spilaði frábærlega og liðið lagði sig 110 prósent fram. Þetta var frábært kvöld,“ sagði Aron en Íslendingar voru í basli með Rúmenana framan af leik. „Við gerðum töluvert af mistökum og flýttum okkur stundum of mikið - eins og við ætluðum okkur um of. En við náðum að halda í við þá í hálfleik og eftir að við breyttum í 5+1 vörn í seinni hálfleik þá fór þetta að ganga betur hjá okkur.“ Þegar 20 mínútur voru eftir komst Rúmenía yfir eftir þrjú ódýr mörk í röð. Aron tók þá leikhlé og Ísland svaraði með því að skora sex mörk í röð. „Við þurftum bara að halda áfram og trúa á það sem við vorum að gera. Menn fóru að nýta færin betur og með bættum varnarleik komu hraðaupphlaupin með.“ „Við vorum aldrei að fara að tapa þessum leik. Við ætluðum að keyra duglega á þá enda vissum við að það myndi draga af þeim þegar líða tæki á leikinn,“ sagði Aron en hann kvíðir ekki framtíð landsliðsins - þó hún sé án Ólafs Stefánssonar. „Nú vantar 7-8 leikmenn vegna meiðsla og er það gríðarlega stór biti. Með fullt lið erum við mjög góðir, þó við séum án Ólafs, og getum gert góða hluti. Það er markmiðið fyrir EM í Danmörku - að hafa alla heila og gera stóra hluti þar. Við getum vel náð hámarksárangri.“ Aron sagði Ólafur eiga skilið að vera lofaður sem besti handboltamaður heims. „Hann hefur verið einn af þeim allra bestu í heiminum undanfarin ár. Hann er með gríðarlega leikskilning, ótrúlega góður leikmaður og frábær karakter. Hann er með þeim betri - ef ekki sá besti - sem komið hefur fram í heiminum.“
Handbolti Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01 Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48 Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00 Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23 Mest lesið Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Handbolti KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Handbolti „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Ísland - Rúmenía 37-27 | Ólafur kvaddur með sigri Ísland tryggði sér í kvöld sigur í sínum riðli í undankeppni EM 2014 með góðum sigri á Rúmeníu í kveðjuleik Ólafs Stefánssonar. 16. júní 2013 00:01
Þakkarræða Óla Stef "Ég er búinn að komast að því að ef maður kíkir aðeins undir steininn í íslensku þjóðfélagi getur maður þakkað fyrir að komast í gegnum æskuna áfallslaust og pressulaust. Takk fyrir að leyfa mér að vera strákur.“ 16. júní 2013 18:48
Fremsti handboltamaður sögunnar? Ólafur Stefánsson er ekki aðeins besti handboltamaður sem Ísland hefur átt heldur mögulega sá fremsti sem iðkað hefur íþróttina. Sá örvhenti leikur kveðjuleik sinn með íslenska landsliðinu gegn Rúmeníu í kvöld fyrir fullri Laugardalshöll. 16. júní 2013 09:00
Ég ætla að hafa áhrif á framtíð handboltans Ólafur Stefánsson skilur sáttur við leikmannaferilinn en ætlar að láta til sín taka sem þjálfari. Hann var þakklátur fyrir þá kveðjustund sem hann fékk þegar að Ísland vann Rúmeníu með tíu marka mun í Laugardalshöllinni í kvöld. 16. júní 2013 22:23