Miami þvingaði fram oddaleik með ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. júní 2013 07:19 Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags. NBA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Miami náði að þvinga fram oddaleik í lokaúrslitum NBA-deildarinnar með hádramatískum sigri í framlengdum leik gegn San Antonio, 103-100. Myndband með samantekt úr leiknum er neðst í fréttinni. Meistararnir í Miami voru með heppnina með sér því Ray Allen (sjá myndband neðst í frétt) tryggði þeim framlengingu með ótrúlegu þriggja stiga skoti þegar fimm sekúndur voru eftir af leiknum. Kawhi Leonard hafði farið á vítalínuna skömmu áður og klikkað á öðru skotinu. Það gerði Allen mögulegt að jafna leikinn með þessu ótrúlega skoti. Framlengingin var svo æsispennandi og skiptust liðin á að vera í forystu. Lokamínútan var mögnuð en gestirnir frá San Antonio voru afar ósáttir við að fá ekki villu dæmda þegar að Manu Ginobili keyrði inn að körfunni þegar lítið var eftir.En Miami fékk boltann og Allen skoraði tvö af vítalínunni þegar 1,9 sekúnda var eftir. San Antonio fékk stutta lokasókn en Danny Green náði ekki að koma skoti að körfunni, þökk sé Chris Bosh sem varði skotið. „Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef nokkru sinni tekið þátt í,“ sagði LeBron James hjá Miami. Hann tapaði boltanum tvívegis á lokamínútu fjórða leikhluta og var stálheppinn að það færði ekki San Antonio titilinn. James var þó með þrefalda tvennu í leiknum - 32 stig, tíu fráköst og ellefu stoðsendingar.San Antonio var hársbreidd frá því að tryggja sér titilinn í nótt og starfsmenn í húsinu voru byrjaðir að undirbúa gólfið fyrir bikarafhendinguna. Leikmenn Miami tóku eftir því. „Við sáum þá setja gula límbandið á gólfið. Þess vegna spiluðar maður fram að lokaflautinu og við gerðum það í kvöld. Við gáfum allt sem við áttum og meira til,“ sagði James. Tim Duncan skoraði 30 stig í leiknum en ekkert í fjórða leikhluta. San Antonio var komið með væna forystu í þeim þriðja en Miami spilaði frábæra vörn í lokaleikhlutanum og héldu sér þannig á floti.„Við vorum bara nokkrum sekúndum frá titlinum og við létum tækifærið úr greipum ganga,“ sagði Ginobili. „Við misstum af nokkrum fráköstum, klikkuðum á nokkrum vítaskotum og Ray setti þennan þrist niður. Þetta var mjög erfitt.“ Leonard var með 22 stig og ellefu fráköst fyrir San Antonio og Tony Parker nítján stig og átta stoðsendingar. Parker hitti illa í leiknum - nýtti aðeins sex af 23 skotum sínum. Ginobili tapaði boltanum alls átta sinnum í leiknum sem reyndist dýrkeypt. Hjá Miami var Chris Bosh með tíu stig og ellefu fráköst. Mario Chalmers var með 20 stig og Dwyane Wade fjórtán. Staðan í rimmunni er því 3-3 og fer oddaleikurinn fram í Miami aðfaranótt föstudags.
NBA Mest lesið Eitt töfrabragð dugði gegn United í dýrmætum sigri Enski boltinn Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Óðs manns æði Arnars: „Ég ætla samt að gera þetta“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Íslenski boltinn Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Íslenski boltinn Gunnar mætir þrautreyndum kappa í sumar Sport Aron Einar með en enginn Gylfi Fótbolti Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Handbolti Fleiri fréttir Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Íslenski boltinn