Körfubolti

Fjöldi stuðningsmanna Miami missti af endurkomunni

Stuðningsmenn Miami á leið út. Á sama tíma inn í sal voru þeirra menn að koma til baka í stæl í leik sem aldrei gleymist.
Stuðningsmenn Miami á leið út. Á sama tíma inn í sal voru þeirra menn að koma til baka í stæl í leik sem aldrei gleymist.
Leikur Miami Heat og San Antonio Spurs í úrslitum NBA-deildarinnar í gær var lyginni líkastur. Því miður misstu margir, svartsýnir stuðningsmenn Heat af dramatíkinni í lok leiksins.

"Þetta er án nokkurs vafa besti leikur sem ég hef tekið þátt í," sagði LeBron James, stjarna Miami Heat, eftir leikinn og það segir sitt um það hverju stuðningsmennirnir misstu af.

Þegar 28 sekúndur voru eftir af leiknum var Spurs með fjögurra stiga forskot og á leið á vítalínuna. Það var á þeim tímapunkti sem fjöldi stuðningsmanna Heat lét sig hverfa úr Höllinni.

Þeir eiga örugglega aldrei eftir að fyrirgefa sjálfum sér það því þeir misstu af ótrúlegri endurkomu Heat og síðan framlengingu.

Stuðningsmenn Miami hafa haft það orðspor á sér að vera ekki beint þeir hörðustu í deildinni og þessi uppákoma gerir lítið fyrir orðspor þeirra. Það er hreinlega hlegið að þeim í dag.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×