Kópavogsbær hafnar alfarið beinum eignarrétti Þorsteins VG skrifar 5. júní 2013 14:34 Kópavogsbær tók Vatnsenda eignarnámi og greiddu Þorsteini 2250 milljónir fyrir. Í dag viðurkennir Kópavogsbær ekki beinan eignarrétt Þorsteins. Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta. Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira
Kópavogsbær lítur svo á, að hvað sem öðru líður, sé Þorsteinn Hjaltested ekki réttur viðtakandi frekara endurgjalds vegnar eignarnáms Kópavogsbæjar á landi Vatnsenda. Þetta kom fram í máli lögmanns Kópavogsbæjar í fyrirtöku í máli Þorsteins gegn bænum í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Þorsteinn krefst þess að bæjaryfirvöld greiði honum 7 milljarða fyrir eignarnám á jörðinni frá árinu 2007 en málið var þingfest árið 2011. Þorsteinn hefur þegar fengið 2250 milljónir króna vegna eignarupptökunnar, en málið tók nýja stefnu þegar Héraðsdómur Reykjavíkur, og Hæstiréttur Íslands staðfesti í maí síðastliðnum, að Þorsteinn hefði ekki beinan eignarrétt að Vatnsenda og að jörðin væri enn í dánarabúi Sigurðar Hjaltested, sem lést fyrir tæpum fimmtíu árum síðan. Lögmaður Þorsteins vill meina að óbeinum eignarrétti erfingja Sigurðar hafi verið ráðstafað með endanlegum hætti úr dánarbúinu og því eigi Þorsteinn rétt á greiðslu frá bænum upp á sjö milljarða. Kópavogsbær krafðist þess í dag að máli Þorsteins gegn bænum yrði vísað frá í ljósi óvissu með beinan eignarrétt á landinu, á meðan lögmaður Þorsteins vill fresta málinu þar til niðurstaða fæst í því máli. Réttað verður aftur í málinu 20. júní næstkomandi og þá verður líklega ákveðin málflutningur um frávísunarkröfu. Fyrirtakan nú var sú fyrsta síðan í janúar síðastliðnum, en þessi angi þessa flókna máls, hefur verið að velkjast um í réttarkerfinu í rúm tvö ár. Nú er málið í höndum skiptastjóra dánarbús Sigurðar Hjaltested en þær upplýsingar fengust frá skiptastjóranum að málin þar þokist hægt, og búast má við nýju dómsmáli þar sem tekist verður á um eignarrétt á landinu verðmæta.
Deilur um Vatnsendaland Kópavogur Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Sjá meira