Liðsmenn Baltemore Ravens, sem stóðu uppi sem sigurvegarar í NFL-deildinni á síðustu leiktíð, kíktu í heimsókn til forseta Bandaríkjanna, Barack Obama.
Um árlegan viðburð er að ræða þegar forsetinn býður meisturunum í NFL í heimsókn. Liðsmenn Ravens færðu Obama treyju með númerinu 44 að gjöf.
Obama óskaði Hröfnunum til hamingju með óvæntan sigur sinn í deildinni og hrósaði þeim einnig fyrir þeirra framlag til samfélagsþjónustu. Joe Flacco og Ed Reed fengu sérstakt hrós hjá Obama enda voru þeir frábærir í úrslitaleiknum í Denver.
