Það er ekki alltaf dans á rósum að vera þjálfari í íþróttum. Það hefur þjálfari ársins í NBA-deildinni, George Karl, nú fengið að reyna.
Þrátt fyrir að hafa gert frábæra hluti með lið Nuggets í vetur og verið valinn þjálfari ársins var hann í dag rekinn frá félaginu.
Miklar breytingar eru hjá félaginu þessi misserin og Karl hverfur nú á braut eftir níu ár í starfi.
Karl vildi fá nýjan samning hjá félaginu en núverandi samningur rennur út næsta sumar. Félagið var ekki til í að bjóða honum nýjan samning og ákvað því að reka hann í stað þess að hafa hann óánægðan í starfi næsta vetur.
Þjálfari ársins í NBA-deildinni rekinn
