Frábær fjórði leikhluti og San Antonio tók forystuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2013 07:28 Tony Parker rennur til á gólfinu í lokasókn San Antonio Spurs. Sá franski hélt sér á fótunum og skoraði skömmu síður lokakörfuna. Nordicphotos/AFP Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker. NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Tony Parker var hetja San Antonio Spurs þegar liðið lagði Miami Heat 92-88 í fyrsta leik liðanna í úrslitaeinvígi NBA í nótt. Leikið var á heimavelli meistaranna í Miami sem náðu bestum árangri allra liða í deildinni í vetur. Heimamenn höfðu frumkvæðið fram í lokaleikhlutann en gestirnir voru aldrei langt undan. Miami leiddi 72-69 að loknum þriðja leikhluta en í þeim fjórða stigu leikmenn gestaliðsins fram. San Antonio loks yfir 79-78 og eftir það voru það leikmenn Miami sem voru í því hlutverki að elta. Munurinn var tvö stig, 90-88, þegar San Antonio fór í sína síðustu sókn. Tony Parker, leikstjórnandi San Antonio, hélt boltanum undir mikilli pressu LeBron James og setti niður tvö stig í þann mund er skotklukkan glumdi. Þá lifðu aðeins fimm sekúndur leiks og ekki nægur tími fyrir Miami að jafna. Tony Parker og Tim Duncan fagna sigri í Miami í nótt.Nordicphotos/AFP Frábær frammistaða í fjórða leikhluta landaði útisigri San Antonio sem skoraði 23 stig gegn 16 í fjórðungnum. „Við vorum mjög heppnir. Það leit út fyrir að hann hefði tapað boltanum tvisvar eða þrisvar en hann hélt honum," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio, um lokasókn San Antonio Spurs. Á einum tímapunkti virtist Parker sitja á gólfinu, svo mikil var pressan, en hann stóð upp og skoraði lokastigin mikilvægu. Frakkinn skoraði 21 stig auk þess að gefa 6 stoðsendingar. Miklu munaði um lágt framlag LeBron James við stigaskorun. LeBron skoraði aðeins 18 stig sem er hans lægsta stigaskor í úrslitakeppninni til þessa. Að neðan má sjá helstu tilþrifin úr leiknum, þeirra á meðal lokakörfuna frá Tony Parker.
NBA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Enski boltinn Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ „Íþróttaskuld“ eða „íþróttasukk“ Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum