Helgina 7.-9. júní verður Landsmót fyrir 50 ára og eldri haldið í Vík í Mýrdal.
Eins og á hefðbundnu Landsmóti verður keppt í hinum ýmsum íþróttagreinum, hefðbundnum sem óhefðbundnum. Mótið hefur notið vinsælda síðan það var fyrst haldið árið 2011 og sífellt fleiri tekið þátt.
Skráning er hafin á vef UMFÍ og þar má einnig nálgast frekari upplýsingar um mótið.
Þrjú Landsmót verða haldin í sumar. Aðalmótið verður á Selfossi í byrjun júlí og Ungalingalandsmót á Höfn í Hornarfirði um verslunarmannahelgina.
Sport