Besta sýning á jörðinni Baldur Beck skrifar 27. maí 2013 23:30 LeBron James og Paul George. Nordicphotos/Getty Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér. NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Það er ekki við Indiana að sakast en Miami er nú mætt í úrslitakeppnina árið 2013. Miami vélin þurfti smá ræsingarúða eins og gamall Nalli, en naumur sigur í fyrsta leik og tap í öðrum gegn Pacers á heimavelli var það eina sem þurfti. Þetta er Miami - liðið sem var óstöðvandi í deildinni í vetur og liðið sem við áttum von á að sjá eins og bremsulausa jarðýtu í úrslitakeppninni. Þarna er það. Þriðji leikur Miami og Indiana í gær var ekki mjög spennandi, slíkir voru yfirburðir gestanna, en það var samt unun að horfa á það hvernig Miami hakkaði allt í sig sem Indiana reyndi að setja fyrir það. Ekkert lið vinnur Miami þegar stjörnurnar eru rétt stilltar og fá í þokkabót hjálp frá öllum aukaleikurunum. Aumingja Indiana ef þetta heldur svona áfram. Hætt við að þetta tap í gær hafi slegið úr þeim eitthvað af tönnunum. Það var alveg sama hvað þeir reyndu, allt kom fyrir ekki. Við erum búin að segja ykkur allt um LeBron James og þurfum ekki að segja meira um hann í bili, en þessum snillingi er enn að takast að lyfta leik sínum á hærra plan. Við verðum að deila með ykkur stuttu myndbroti sem fangar svo fullkomlega af hverju við elskum körfubolta. Myndbrotið hér fyrir neðan er úr leik tvö hjá Miami og Indiana. Ungstirni dagsins í dag, Paul George hjá Indiana, byrjar þar á því að HAMRA boltanum í andlitið á Fuglamanninum Chris Andersen, en LeBron James lætur það ekkert á sig fá, brunar upp völlinn og setur niður langan þrist í andlitið á honum til baka. Eftir þetta sjáið þið að þeir James og George skiptast á einhverjum pillum og í síðustu endurtekningunni, í blálokin á myndbrotinu, sérðu þá takast í hendur, brosa og halda hvor í sína áttina í lok leikhlutans. Þetta er gæsahúðaraugnablik af bestu gerð. Þetta er ástæðan fyrir því að körfubolti er fallegasta íþrótt í heimi að okkar mati.Baldur Beck lýsir leikjum í NBA-deildinni á Stöð 2 Sport. Hann heldur úti vefsíðunni NBA Ísland.Sjá hér.
NBA Tengdar fréttir Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50 Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Landsliðskonan tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Miami valtaði yfir Indiana Meistarar Miami Heat svöruðu heldur betur fyrir sig í nótt í rimmu sinni gegn Indiana í úrslitum austurdeildar NBA-deildarinnar. 27. maí 2013 08:50