Ein vinsælasta myndin á internetinu í dag er mynd af sturlaðri konu í Miami sem er með miðfingurinn beint fyrir framan andlit Joakim Noah, leikmanns Chicago Bulls.
Þá var nýbúið að vísa Noah af velli í öðrum leik Bulls og Miami Heat í úrslitakeppni NBA-deildarinnar.
Noah vildi lítið ræða um þetta atvik eftir æfingu í gær en var samt greinilega pirraður.
"Finnst ykkur skemmtilegt þegar einhver setur puttann í andlitið á ykkur?" spurði Noah blaðamenn og hefur oft verið hressari.
"Þetta er samt í fínu lagi og hluti af öllum pakkanum."
Puttinn pirraði Noah

Mest lesið



Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo
Enski boltinn







Birnir Snær genginn til liðs við KA
Íslenski boltinn