Bið eftir stjórnarmyndun reynir á taugarnar Karen Kjartansdóttir skrifar 2. maí 2013 12:02 Það blasir ekki við á þessari stundu hverjir munu mynda meirihluta. Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist. Kosningar 2013 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira
Marga Sjálfstæðismenn virðist svíða að Framsóknarflokkurinn muni að öllum líkindum taka við forsætisráðuneytinu. Sjálfstæðismenn vísa þó baráttu gegn formanni Framsóknarflokksins frá nafnlausum samtökum sem tengd eru nafni flokksins alfarið á bug og velta því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. Meðal undarlegra fyrirbæra sem hafa kviknað í umræðu um stjónarmyndun eftir kosningar er síða á Facebook þar sem þess er krafist í nafni Sjálfstæðisflokksins að Sjálfstæðisflokkurinn leiði ríkisstjórnina. Á síðunni eru höfð ljót orð um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Þá hefur myndum af Sigmundi með niðrandi athugasemdum einnig verið dreift í nafni Sjálfstæðismanna erlendis og Sjálfstæðismanna í Húnaflóa. Í gær sóru nokkrir nafntogaðir Sjálfstæðismenn hana af sér meðal annars Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður en á síðu sinni í gær að honum þyki þetta fyrir neðan allar hellur og biður þá sem standa að þessu að hætta að tengja skoðanir sínar við Sjálfstæðisflokkinn. Í sama streng tekur Friðjón R. Friðjónsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi aðostoðarmaður Bjarna Benediktssonar. Bendir hann auk þess á að nafn manns sem hafi sig mikið í frammi í þessari neikvæðu umræðu finnist hvergi í þjóðskrá. Fréttastofa hafði samband við skrifstofu Sjálfstæðisflokksins í Valhöll í morgun og fengust þau svör að þar veltu menn því fyrir sér að vísa málinu til lögreglu. En þótt flokkurinn vilji ekki hafa uppi ómálefnaleg baráttu er ljóst að marga sjálfstæðismenn svíður staðan og að Sigmundur Davíð hafi kosið að ræða við formenn flokka í stafrófsröð en ekki byrja á að tala við formann Sjálfstæðisflokksins. Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir á síðu sinni að eftir þetta verði ríkisstjórn þessara tveggja flokka aldrei byggð á heilindum af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Eða eins og Össur orðar það ,,Valhöll, lamin af stafrófskveri Sigmundar Davíðs, veit að hún á ekki lengur möguleika á að leiða slíka ríkisstjórn- svo fremi Framsókn haldi fullu viti. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins að þyngd málefna færi ekki eftir stafrófsröð og þetta virkar á hann sem tilboðsmarkaður. Hann væri ekki hrifinn af slíkum vinnubrögðum. Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, sagði hins vegar að með þessu væri öllum sýnd virðing. Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir á síðu sinni bjorn.is að innan Framsóknarflokksins hafa ávallt verið öflugir talsmenn þess að flokkurinn starfaði til vinstri spennandi væri að sjá hvað gerðist.
Kosningar 2013 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Sjá meira