Seattle berst fyrir NBA-liði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. maí 2013 22:15 Geimnálin í Seattle og Rainier fjall í baksýn. Neðst til hægri má sjá Key Arena þar sem Seattle Supersonics spilaði heimaleiki sína. Nordicphotos/Getty Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar. NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira
Hópur fjárfesta sem ætlar sér að flytja bandaríska körfuboltaliðið Sacramento Kings til Seattle gefst ekki upp þó á móti blási. Tveir hópar berjast um að kaupa NBA-liðið. Annar hópurinn vill halda liðinu í höfuðborg Kaliforníu en hinn ætlar sér að koma liðinu norðar á vesturströndinni. Steve Ballmer, framkvæmdastjóri Microsoft, er einn fjárfestanna sem vill lið til Seattle. Höfuðstöðvar tölvurisans eru í bænum Redmond rétt austur af Seattle. Nefnd sem ræðir flutninga NBA-liða lagði til á fundi sínum í fyrradag að Kóngarnir yrðu áfram í borginni. Eigendur NBA-liða þurfa að heimila flutninginn með kosningu en reiknað er með því að þeir fari að ráðum nefndarinnar.Stuðningsmenn Seattle SuperSonics voru allt annað en sáttir þegar stóð til að flytja liðið til Oklahoma. Nú eru stuðningsmenn Sacramento Kings í sömu stöðu.Nordicphotos/GettyEkki er öll nótt úti enn hjá Seattle-hópnum. Hann hefur enn í hendi samning um söluna á liðinu frá Maloof fjölskyldunni um meirihlutann í félaginu. „Við ætlum okkur að klára dæmið. Við höfum boðið miklu hærri upphæð en Sacramento-hópurinn og höfum sett upphæðina í hendur þriðja aðila," skrifaði Chris Hansen, forsvarsmaður Seattle-hópsins, á Twitter í gær.Kevin JohnsonNordicphotos/GettyKevin Johnson, bæjarstjóri Sacramento, fer fyrir hinum hópnum sem vill eignast meirihlutann í félaginu og halda því í borginni. Johnson var sjálfur leikmaður í NBA á sínum tíma. Eigendur liðanna 30 í NBA munu gera upp hug sinn fyrir 13. maí. Orðrómur er uppi um að Hansen og Maloof fjölskyldan reyni hvað þeir geti til að kaupin gangi í gegn. Ein leiðin sé að sannfæra eigendur NBA-liðanna að samþykkja söluna gegn því að flutningi félagsins yrði frestað um nokkur ár. Seattle hefur verið án körfuboltaliðs frá 2008 þegar Seattle SuperSonics var flutt til Oklahoma. Nú heitir liðið Oklahoma City Thunder og fór alla leið í úrslitin í fyrra með Kevin Durant í broddi fylkingar.
NBA Mest lesið Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Íslenski boltinn Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Sjá meira