Í dag halda þrír keppendur áleiðis á Evrópumeistaramótið í karate sem fer fram í Búdapest í Ungverjalandi dagana 9-12. maí.
Þetta eru Aðalheiður Rósa Harðardóttir, Kristján Helgi Carrasco og Telma Rut Frímannsdóttir.Þau Kristján Helgi og Telma Rut keppa í kumite en Aðalheiður keppir í kata.
Aðalheiður náði góðum árangri á síðasta heimsmeistaramóti er hún lenti í 9-16. sæti en þau Kristján Helgi eru nýkrýndir bikarmeistarar. Telma ætlar sér að fylgja eftir góðum árangri á Opna sænska meistaramótinu og Norðurlandamótinu þar sem hún náði í brons í kumite kvenna -61kg flokki.
Með í för er landsliðsþjálfarinn Magnús Kr. Eyjólfsson og Helgi Jóhannesson sem dæmir á mótinu. Undanúrslitin fara fram fyrri dagana tvo en úrslitin þá síðari.
Á leið til Búdapest

Mest lesið




„Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“
Íslenski boltinn

„Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“
Íslenski boltinn


Jota í frægðarhöll Úlfanna
Fótbolti



Leikur Grindavíkur færður vegna gossins
Íslenski boltinn