
Píratar: Fyrsta verkefnið að berjast fyrir gegnsærri stjórnsýslu
Atvinnumál, samgöngumál, heilbrigðismál, málefni eldri borgara og öryrkja, landbúnaðarmál og svo mætti lengi telja.
Ef þið komist til valda, hvernig ætlið þið að breyta kvótakerfinu og hvernig ætlið þið að breyta veiðigjaldinu?
Fiskveiðistjórnunarhlutinn af kvótakerfinu er góður en eignarhlutinn slæmur. Til að byrja með viljum við leyfa strandveiðar út að 20 sjómílum, þ.e. línuveiðar og handfæraveiðar og legg áherslu á að þau atvinnutækifæri sem liggja þar nýtist ekki eingöngu stærri fyrirtækjum heldur einnig einstaklingum og smærri fyrirtækjum. Allur afli skal fara á markað til að gera viðskipti með sjávarútvegsafurðir heilbrigðari og bæta hag sjómanna og minni sjávarútvegsfyrirtækja. Allar upplýsingar af markaði s.s. tölfræði skulu vera gerðar opinberar. Ég tel endurskoða þurfi kvótaeignina en leiðir til að ná því fram þarf að rannsaka í samráði við sérfræðinga og aðra sem þekkja vel til. Allar breytingar á kvótaeign skulu vera gerðar opinberar. Fiskistofa skal halda úti og gefa út skrá um alla kvótaeign og leigu.
Hver eru áherslumálin í samgöngum?
Vandinn í samgöngukerfinu liggur að miklu leyti í þungaflutningabílum sem keyra eftir vegunum og eyðileggja þá. Í svari samgönguráðherra við fyrirspurn um slit flutningabíla á vegum, á þingskjali 949 frá 135. löggjafarþingi, kemur fram að ein ferð flutningabíls valdi sambærilegu sliti og 9.000 ferðir meðalfólksbíls. Efla ætti því strand- og sjósiglingar enn frekar og leitast við að nýta sjóleiðina til að flytja þær vörur sem ekki þarfnast hraðflutnings. Einnig er óeðlilegt að peningar sem eyrnamerktir eru vegagerðinni, svo sem skatttekjur af eldsneyti, fari ekki í að efla samgöngur heldur týnist inn í ríkisbákninu. Skynsamlegt getur verið að skoða forsendur fyrir því að leggja ódýrari vegi yfir fáfarnari slóðir og gera heiðursmannasamkomulag um að þungabílar fari ekki eftir þeim vegum svo þeir endist sem lengst. Sveitirnar sjálfar ættu að hafa meira um þessi mál að segja þar sem þær vita best hvar skóinn kreppir og hvað þarf að bæta fyrst.
Teljið þið að næsta ríkisstjórn og alþingi eigi að grípa frammí fyrir borgarstjórninni í Reykjavík eða er þetta bara mál borgarstjórnar Reykjavíkur, að það verði ein flugbraut eftir 2016?
Já, mér finnst ríkisstjórnin eigi að grípa inn í þetta mál. Það er mjög óeðlilegt að landsbyggðin fái ekki að hafa skoðun á máli eins og flugvellinum í Vatnsmýrinni þar sem hann gegnir gríðarlegu þjónustu- og öryggishlutverki fyrir landið allt. Það er með öllu óréttmætt að meta fjárhagslega hagsmuni borgarbúa fram yfir hagsmuni landsbyggðarinnar.
Styður þú að háspennulínur verði styrktar og lagðar yfir t.d. Skagafjörð?
Ég tel eðlilegt að sveitarfélögin sjálf taki ákvarðanir um slík mál enda vilja Píratar dreifstýringu umfram miðstýringu.
Eruð þið á móti laxeldi í sjó?
Nei, ekki ef það er gert á umhverfisvænan hátt og skapar atvinnu.
Hvað ætlið þið að gera fyrir unga fólkið? Hvernig ætlið þið að fá það heim?
Atvinnuleysi er vaxandi vandamál hjá þessum aldurshópi, ekki einungis hérlendis heldur einnig erlendis. Samkvæmt hagstofu eru það mest lítil og meðalstór fyrirtæki sem skila hagnaði inn í kerfið. Píratar vilja styrkja atvinnusköpun á eigin forsendum, sem hentar nærsamfélaginu og nýta þá tækifæri sem Internetið hefur að bjóða þegar það kemur að atvinnumöguleikum. Með fyrirtækjum sem nýta sér internetið er ekki einvörðungu um að ræða tæknistörf heldur einnig öll afleidd störf sem slíkum fyrirtækjum fylgir. Einnig er vert að nefna að fyrirtæki sem nýta sér internetið svo sem sala beint frá býli eða sala á heimagerðum lopapeysum myndi flokkast þar undir.
Ef þið komist til valda, hvert verður fyrsta verkefnið?
Berjast fyrir gegnsærri stjórnsýslu. Mín persónulegu áhersluatriði eru málefni eldri borgara, öryrkja og heilbrigðiskerfið í heild sinni.
Hildur Sif Thorarensen, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi
Skoðun

Má berja blaðamenn?
Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar

Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum
Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar

Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá
Sveinn Rúnar Hauksson skrifar

Samfélagið innan samfélagsins
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu
Andri Björn Róbertsson skrifar

Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

„Oft er flagð undir fögru skinni“
Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Orðhengilsháttur og lygar
Elín Erna Steinarsdóttir skrifar

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar