Oklahoma City Thunder varð fyrir áfalli þegar það fékkst staðfest að bakvörðurinn Russel Westbrook verður ekki meira með liðinu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.
Westbrook fór í aðgerð í morgun vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í sigri Oklahoma City á Houston á aðfaranótt fimmtudags.
„Heilsa Russel skiptir höfuðmáli og aðgerðin í dag styrkir trú okkar um að hann eigi mörg góð ár eftir í körfubolta,“ sagði Sam Presti, framkvæmdarstjóri Oklahoma City.
Westbrook hefur aldrei misst af leik á sínum fimm ára ferli í NBA-deildinni en hann er lykilmaður í liði Oklahoma City ásamt Kevin Durant.
Westbrook missir af úrslitakeppninni
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

Diogo Jota lést í bílslysi
Fótbolti

Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota
Enski boltinn



Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“
Enski boltinn

Glódís mætti ekki á æfingu
Fótbolti



