"Ekki sjálfgefið að menn nái saman" Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 28. apríl 2013 11:51 Mynd/Daníel Rúnarsson „Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“ Kosningar 2013 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira
„Ég er nú svo sem ekki með neitt umboð til þess,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um það hvort Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur séu við það að hefja stjórnarmyndunarumræður. Sigurjón M. Egilsson, þáttastjórnandi Sprengisands á Bylgjunni, ásamt Stefáni Jóni Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, ræddi við Sigmund Davíð í síma og var Sigmundur heldur ragur við að gefa of mikið upp. „Nei, það er svo sem ekkert augljóst í þessari stöðu. Nú er ég bara að fara yfir það hverjir eru þingmenn og hvernig þetta fór. Auðvitað verðið þið að velta vöngum og jafnvel koma með kenningar sem þið hafið ekkert fyrir ykkur í, en það er bara það sem tilheyrir þessum degi.“ En hvert telur Sigmundur að verði erfiðasta málið í samningaviðræðum? „Mest umræða hlýtur að verða um skuldamálin en ég er bjartsýnn um að það verði hægt að komast að samkomulagi. Niðurstaða kosninganna sýnir það að það verður að klára þetta, en til viðbótar er þetta nauðsynlegt vegna þess að þetta er réttlætismál.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, var einnig á línunni og vildi engu svara um það hvort stjórnarmyndunarumræður hefjist í dag. Þegar Sigmundur og Bjarni voru spurðir út í það hvernig forsætisráðuneytinu yrði útdeilt, kysu flokkarnir að mynda saman ríkisstjórn, töluðu formennirnir tveir hvor ofan í annan. „Nú er allavega búið að telja og eins og myndin blasir við mér eru stjórnarandstöðuflokkarnir tveir með meirihluta atkvæða. Það var nú ekki alveg ljóst í gær og margir gerðu mikið úr því í gær að það vantaði meirihluta atkvæðanna,“ segir Bjarni og bendir á mikið fylgistap stjórnarflokkanna. „Sterkasta stjórnunarform Íslands, án þess að ég sé að hugsa um hagsmuni flokksins, heldur fyrir land og þjóð og þannig að þingið geti gengið skipulega til verka, er tveggja flokka stjórn, ég hef ekkert breytt um skoðun í því. En það verður að ná málefnalegri samstöðu og það er ekki sjálfgefið að menn nái saman.“
Kosningar 2013 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Sjá meira