Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2013 00:53 Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur. Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar. Kosningar 2013 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar.
Kosningar 2013 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent