Hvetja til útstrikana á eigin frambjóðanda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 13. apríl 2013 00:53 Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur. Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Píratar hafa sent frá sér tilkynningu vegna ummæla Inga Karls Sigríðarsonar, sem skipar 9. sæti flokksins í norðausturkjördæmi, um Hildi Lilliendahl. Flokkurinn hvetur kjósendur til að strika nafn hans út á kjörseðlinum. Ingi Karl kallaði Hildi öllum illum nöfnum á Facebook-síðu sinni vegna myndaalbúmsins Karlar sem hata konur, og í athugasemdakerfi Vísis vegna fréttar um útvarpsþáttinn Harmageddon skrifaði Ingi Karl: „Það þarf að gefa Hildi lilendal high five með sleggu í andlitið úr bíl á 200km/h.“Eva Lind Þuríðardóttir, framkvæmdastjóri Pírata, sagði í samtali við Vísi að sér væri mjög brugðið, og að flokkurinn liti ummælin alvarlegum augum. Í tilkynningu sem Birgitta Jónsdóttir, einn af oddvitum flokksins, birti í kvöld segir að ummæli Inga Karls endurspegli ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima, en of seint sé að víkja honum úr sæti þar sem framboðslistum hafi verið skilað inn. Tilkynning Pírata í heild sinni: Píratar fordæma hverskonar ofbeldi, líkamlegt sem og andlegt. Í kjölfar dreifingar á ummælum frambjóðanda Pírata í 9. sæti í norðaustur kjördæmi um Hildi Lilliendahl, vilja Píratar ítreka að ummæli hans endurspegla alls ekki almenn sjónarmið flokksmeðlima. Engu okkar sem þurfum að svara fyrir flokkinn sem talsmenn, né þeim sem hafa unnið hve mest fyrir flokkinn geta sætt okkur við ummæli sem þessi. Því miður er ekki hægt að víkja honum úr sæti eftir að framboðslistum hefur verið skilað inn. Píratar vilja þó hvetja til þess að strikað verði yfir nafn hans á kjörseðlum. Píratar eru flokkur beins lýðræðis, gagnsæis og borgaralegra réttinda og bjóða alla velkomna að starfinu hvort sem það eru karlar eða konur. Píratar kjósa öðruvísi á lista sína en aðrir. Það eru engir kynjakvótar, enginn forvöl og engir fléttulistar. Fólkið ræður. Kynjatölfræði flokksins er þó þannig að oddvitar flokkana skiptast jafnt. Fimm efstu fulltrúar flokksins í öllum kjördæmum skiptast þannig að konur eru í 41% sæta og karlmenn í 59%. Þessi tölfræði er sérstaklega skemmtileg fyrir þær sakir að umtalsvert fleiri karlmenn buðu sig fram en konur. Við erum hvorki vinstri né hægri flokkur og við erum ekki kynjaflokkur. Við erum holdgerving nútímans þar sem gömul hugmyndafræði og kyn skipta ekki máli. Góðar stefnur og góðar manneskjur eru ofar öðru. Við erum að gera það besta sem við getum til að læra af þessum ófyrirséðu atburðum og bregðast við þessu á sem heiðvirðilegastan máta. Með vinsemd og virðingu, Píratar.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira