Utanríkisráðherra segir Sjálfstæðisflokkinn ekki stjórntækan 13. apríl 2013 13:37 Bjarni á fundinum í dag. Össur segir flokkinn ekki stjórntækan. „Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
„Þetta eru hjaðningarvíg og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili,“ segir Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Samfylkingarinnar, um atburðarrásina innan Sjálfstæðisflokksins síðustu daga. Hún náði hámarki í dag þegar Bjarni Benediktsson tilkynnti á fjölmennum fundi í Fjölbrautarskólanum í Garðbæ að hann hygðist halda áfram sem formaður flokksins. Hart var sótt að Bjarna í síðustu viku þegar Viðskiptablaðið birti skoðanakönnun þar sem fram kom að mun fleiri myndu styðja flokkinn væri Hanna Birna Kristjánsdóttir formaður. Bjarni brást við þessu í leiðtogaviðtali á RÚV síðasta fimmtudagskvöld þar sem hann sagðist íhuga að stíga til hliðar eftir að hafa séð þessa könnun. Hann sagði það mannlegt að íhuga það. Össur er sannfærður um að hér sé hönnuð flétta á ferð, og segir að hermenn miði ekki sjálfir byssum og hleypi af nema einhver segi þeim að gera það - og tekur undir orð Bjarna sjálfs um að stuðningsmenn Hönnu Birnu hafi staðið á bak við könnunina sem kom á versta tíma - daginn eftir slæma útreið flokksins í könnun Morgunblaðsins. En Össur er gamalreyndur í stjórnmálum og segir um skipulagðar fléttur í stjórnmálum: „Ég er bæði skákmaður og stjórnmálamaður, en skákin er öðruvísi en stjórnmálin að því leytinu til að þar geta gengið upp fléttur sem byggja á mörgum leikjum. En það gerist aldrei í pólitík,“ Og Össur er talar umbúðalaust um fléttuna sem hefur birst landsmönnum síðustu daga: „Þegar svona groddarleg flétta er sett upp - og svona blóðug - getur það ekki endað öðruvísi en að öll spjót standi á Hönnu Birnu.“ Össur spáir því að Hanna Birna geti ekki í framtíðinni orðið leiðtogi sem friður er um. „Og henni hefur tekist að kljúfa flokkin niður í rót. Það tókst mér aldrei né öðrum andstæðingum flokksins,“ bætir Össur við. „Það er sérkennileg mylla sem þarna var sett upp, yfirhönnuð atburðarás, sem hefur misboðið heiðarlegum sjálfstæðismönnum, sem þeir eru nú flestir,“ segir Össur um stöðuna innan flokksins. Hann segir þessi átök slík að þeim sé best líkt við hjaðningarvíg og að þeim sé ekki lokið. Þetta sé barátta sem hann telur að eigi eftir að vara lengi. „Og þess vegna tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki stjórntækur í bili. Hann þarf að hreinsa til í sínum ranni, og það hefur sýnt sig að svona átök verða að skærum - og þarna rennur blóð.“ Aðspurður um næstu stjórnarmyndun segir hann það eitt augljóst að Framsóknarflokkurinn muni fara í ríkisstjórn. „En stjórnarmyndun verður flókin. Framsókn virðist hafa þetta í sínum höndum. En ef þú ert að spyrja hvort Samfylkingin sé tilbúin að vinna með Framsóknarflokknum þá get ég hugsað mér að vinna að ýmsum málum með þeim, svo sem skuldamálum heimilanna,“ segir hann að lokum.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira