Fleiri frambjóðendur dæmdir - meðal annars fyrir líkamsárás Helga Arnardóttir og Brynja Dögg Friðriksdóttir skrifar 14. apríl 2013 19:33 Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Fjórir á framboðslista Framsóknarflokksins hafa hlotið dóma á síðustu árum þar af einn sem sló annan mann hnefahöggi í andlitið. Tveir á framboðslistum Lýðræðisvaktarinnar hafa hlotið dóma fyrir meiðyrði á netinu og líkamsárás. Fréttastofa hefur kannað bakgrunn frambjóðenda hjá nokkrum flokkum sem bjóða fram til Alþingis í dómasafni héraðsdómstóla sem nær eingöngu aftur til ársins 2006. Á framboðslistum Framsóknar hafa fimm hlotið dóma. Karl Garðarsson, framkvæmdarstjóri og fyrrv. fréttastjóri sem skipar 2.sæti í Reykjavík Suður var dæmdur 2007 til að greiða eina milljón í sekt fyrir að hafa sem ritstjóri Blaðsins auglýst áfengi í blaðinu í fjórgang, sem braut gegn áfengislögum. Sigurjón Fannar Ragnarsson sem skipar 10.sæti í suðurkjördæmi var dæmdur til að greiða 175.000 króna sekt og var sviptur ökuréttindum í tvö ár vegna ölvunaraksturs. Eiríkur Hans Sigurðsson sem skipar 14.sæti í Reykjavík Norður var dæmdur 2006 til að greiða 300.000 króna sekt, ásamt tveimur öðrum fyrir að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda vegna gjaldþrota fyrirtækis sem hann var framkvæmdastjóri hjá. Sveinbjörn Árni Lund sem skipar 16.sæti í Norðaustur kjördæmi var dæmdur 2008 til að greiða 80.000 krónur í sekt fyrir að hafa slegið annan mann hnefahöggi í andlitið. Ekki þótti þó sannað að hann hefði veitt honum þá áverka sem maðurinn hlaut þar sem annar hefði ráðist á hann fyrr um kvöldið. Hjá Lýðræðisvaktinni hafa tveir frambjóðendur hlotið dóma. Andrés Helgi Valgarðsson sem skipar 15.sæti í suðvesturkjördæmi var dæmdur 2010 til að greiða 300.000 krónur í bætur til stefnanda fyrir að hafa skrifað meiðandi ummæli á bloggsíðu sinni og facebook síðu vegna Aratúnsmálsins svokallaða. Auk þess var hann dæmdur til að greiða málskostnað. Hinn frambjóðandi Lýðræðisvaktarinnar sem skipar 15. sætið í suðurkjördæmi heitir Hjörtur Howser. Hann var dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás, þar sem hann kýldi annan mann í bringuna, hrinti honum til í nokkur skipti með þeim afleiðingum að hann hlaut yfirborðsáverka á hálsi og brjóstkassa. Einn dómur um útburð vegna vanefnda á kaupsamningi gekk í máli Guðmundar Inga Kristinssonar 2008 en hann skipar 5.sæti í Reykjavík norður fyrir Alþýðufylkinguna. Eftir því sem komist er næst reyndist enginn frambjóðenda hafa hlotið dóm í Samfylkingu, Vinstri Grænum, Bjartri Framtíð, Landsbyggðarflokknum og Húmanistaflokknum. Árni Johnsen virðist sá eini á framboðslistum Sjálfstæðisflokks sem er með dóm en hann skipar 20.sæti í suðurkjördæmi. Hann var dæmdur eins og kunnugt er í tveggja ára fangelsi í Hæstarétti árið 2002 fyrir fjárdrátt, umboðssvik, brot í opinberu starfi og fleira. Bakgrunnur frambjóðenda hjá Sturlu Jónssyni-K lista hefur ekki verið kannaður þar sem framboðið bíður eftir úrskurði kjörstjórnar í Reykjavík suður. Fréttir af frambjóðendum Flokks heimilanna, Regnbogans, Dögunar og Hægri grænna verða fluttar á næstu dögum.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Innlent Fleiri fréttir Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Sjá meira
Tveir frambjóðendur hlotið dóma fyrir líkamsárás og fíkniefnalagabrot Tveir frambjóðendur Pírata, sem skipa fjórtánda sæti í Suðvestur og Norðausturkjördæmi, hafa hlotið dóma fyrir líkamsárás og vörslu fíkniefna. Annar þeirra hefur frá 1990 hlotið sautján refsidóma fyrir auðgunar- og umferðarlagabrot. 13. apríl 2013 18:46