Alls 786 manns höfðu kosið utan kjörfundar í Reykjavík í gær, sem er heldur fleiri en á sama tíma fyrir síðustu Alþingiskosningar. Umþaðbil 2,400 manns hafa kosið utankjörfundar á landinu öllu og í íslenskum sendiráðum erlendis. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla færist í dag yfir í Laugadalshöllina þar sem hægt verður að kjósa alla daga frá klukkan tíu að morgni til klukkan tíu að kvöldi. Í síðustu kosningum kusu liðlega 13 þúsund manns utan kjörfundar, lang flestir síðustu dagana fyrir kosningadag.
Meiri kosningaþátttaka
