Framsóknarflokkurinn áfram stærstur - Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 15. apríl 2013 11:44 Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem gerð var dagana 11. - 14. apríl. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú 9,0%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Dögun bætir einnig við sig fylgi og mælist nú 3,6%, borið saman við 1,9% í síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Þannig mælist Samfylkingin með 10,4% og Björt framtíð með 9,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 24,6%. Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?". Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)" við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?". Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)" þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?". Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Könnunin var gerð þannig að einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Heildarfjöldi svarenda var 930 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára.Hér má sjá nánar um könnunina. Kosningar 2013 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Framsóknarflokkurinn mælist áfram með mest fylgi allra flokka á Íslandi, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem gerð var dagana 11. - 14. apríl. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 32,7%, borið saman við 30,2% í síðustu mælingu. Pírataflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist nú 9,0%, borið saman við 7,8% í síðustu mælingu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig fylgi og mælist hann nú 22,9% borið saman við 21,2% í síðustu mælingu. Dögun bætir einnig við sig fylgi og mælist nú 3,6%, borið saman við 1,9% í síðustu mælingu. Fylgi Vinstri grænna dregst nokkuð saman og mælist nú 6,7% borið saman við 8,1% í síðustu mælingu. Stuðningur við önnur framboð ýmist stóð í stað eða breyttist lítillega. Þannig mælist Samfylkingin með 10,4% og Björt framtíð með 9,5% fylgi. Stuðningur við ríkisstjórnina mælist nú 24,6%. Lagðar voru allt að þrjár spurningar fyrir svarendur um stuðning þeirra við stjórnmálaflokka. Allir voru spurðir spurningar 1: „Ef kosið yrði til Alþingis í dag, hvaða flokk myndir þú kjósa?". Þeir sem svöruðu „Veit ekki/óákveðin(n)" við spurningu 1 voru því næst spurðir spurningar 2: „En hvaða flokkur yrði líklegast fyrir valinu?". Ef aftur var svarað „Veit ekki/óákveðin(n)" þá voru þátttakendur að lokum spurðir spurningar 3: „Hvort er líklegra að þú kysir Sjálfstæðisflokkinn eða einhvern hinna flokkanna?". Fjölda þeirra sem svaraði "einhvern hinna" í spurningu 3 var skipt milli annarra flokka en Sjálfstæðisflokksins í sama hlutfalli og fylgi þeirra var skv. spurningum 1 og 2. Könnunin var gerð þannig að einstaklingar á aldrinum 18-67 ára voru valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR. Heildarfjöldi svarenda var 930 einstaklingar á aldrinum 18-67 ára.Hér má sjá nánar um könnunina.
Kosningar 2013 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira