Telur að eitrað hafi verið fyrir Jordan Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. apríl 2013 11:15 Jordan kastar mæðinni í fimma leiknum í Salt Lake City 1997. Nordicphotos/Getty Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Ein magnaðasta frammistaða körfuboltakappans Michael Jordan var vafalítið í 90-88 sigri Chicago Bulls á Utah Jazz í úrslitum NBA árið 1997. Jordan gekk ekki heill til skógar í leiknum. Honum var óglatt og glímdi við mikla vanlíðan. Þrátt fyrir það sallaði Jordan niður 38 stigum og er leikurinn reglulega rifjaður upp af körfuboltaunnendum til marks um ótrúlegt keppnisskap Jordan. Hefur leikurinn í daglegu tali verið kallaður „Flensuleikurinn". Sigurinn kom Chicago í 3-2 stöðu í einvíginu og svo fór að liðið tryggði sér meistaratitilinn í sjötta leiknum í Chicago. Þar var Jordan samur við sig, skoraði 39 stig og tryggði liðinu sinn annan meistaratitil á tveimur árum. Liðið bætti þeim þriðja í safnið ári síðar.Í nýlegu viðtali við Tim Grover, sem þjálfaði Jordan í langan tíma, telur hann afar líklegt að eitrað hafi verið fyrir kappanum. Þannig hafi liðið dvalið á hóteli í Salt Lake City þegar hungur hafi gert vart við sig kvöldið fyrir leik. Herbergisþjónusta stóð ekki til boða svo brugðið var á það ráð að panta pizzu. „Við höfðum verið þarna í nokkurn tíma þannig að það vissu allir hvar við dvöldum," segir Grover. Fimm menn hafi mætt með pizzuna og Grover segist hafa sagt að hann hefði slæma tilfinningu fyrir þessu.Scottie Pippen hjálpar Jordan af vellinum í leiknum í Salt Lake City.Nordicphotos/Getty„Af öllum leikmönnunum þá var MJ (Michael Jordan) sá eini sem borðaði. Enginn annar fékk sér bita. Klukkan tvö um nóttina fékk ég svo símtal og boð um að mæta til hans í herbergið. Þá lá hann í rúminu í fósturstellingunni," segir Grover. Hann sagði strax við Jordan að um matareitrun væri að ræða, ekki flensu. Áhugavert er að velta fyrir sér hversu mikið hefur breyst á fimmtán árum. Í dag myndu kokkar liðsins elda mat að ósk leikmanna liðsins. Á þessum tíma þurfti hins vegar besti körfuboltamaður í heimi að panta sér pizzu á einhverjum óþekktum pizzustað í Salt Lake City til að fá að borða. Hins vegar þarf ekki að vera óeðlilegt að fimm menn hafi mætt með pizzuna enda allir vonast eftir að hitta einhverja af stórstjörnum Chicago Bulls. Nánar hér.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
NBA Tengdar fréttir Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24 Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þau mætast í úrslitakeppni NBA Síðustu leikirnir í deildakeppni NBA-körfuboltans fóru fram í nótt og nú er ljóst hvaða sextán lið mætast í úrslitakeppninni. 18. apríl 2013 09:24