Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf 1. apríl 2013 12:19 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö. Kosningar 2013 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö.
Kosningar 2013 Mest lesið Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Fleiri fréttir MAST búið að snúa hnífnum Spennandi að sjá hvernig borgin bregst við umferðarljósum langþreyttra íbúa Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Sjá meira